Fórnarlambið

Man oh Man! Mikið á ég bágt. Tími útigrills er runninn upp, aftur. Nágranninn heldur að það sé komið sumar og kveikir næstum daglega á gasgrillinu. Ég er að ganga af göflunum hinum megin við skjólvegginn, stend spenntur í afturfætur og fylgist vel með eldamennskunni...Munnvatnið flæðir í frjálsu falli úr kjaftinum niður á pallinn. En mamma vill ekki að granninn fóðri mig, hann hlýðir. Angry

Svo bauð Gulli frændi okkur mömmu í mat. Hann grillaði lamb ofan í mannfólkið, en bauð mér upp á þurrfóður fyrir hunda. Ég er sárlega móðgaður. Skilur hann Gulli ekki, eftir okkar löngu og góðu kynni, að mig langar líka í grillað lamb!!ShockingShocking

Ég prófaði að setjast við fætur hans og horfa á hann aðdáunaraugum lengi, lengi. Sem er nú frekar erfitt, hann nær næstum 2metra upp í loftið. Svo prófaði ég að standa upp við hann, kyssa hann og kjassa um leið og ég nýtti tækifærið og sleikti grillsvuntuna, en hann gaf sig ekki. Tók bara lærið af grillinu og fór með inní hús. Hvað á þessi framkoma eiginlega að þýða? Ég er búinn að hanga hér í einn og hálfan tíma og grilla með þér minn kæri frændi. Hvar eru verðlaunin?? Woundering

Ég elti lærið inn í borðstofu. Þar fór ég í fórnarlambshlutverkið. Lagðist stynjandi við borðstofuborðið og horfði ásakandi augum á alla matargestina. Mikið er þetta harður heimur! Hvað er þetta eiginlega með ykkur, af hverju gefið þið ykkur ekki,, sjáið þið ekki fallegu bænaraugu fórnarlambsins?

Ég gefst þó ekki upp, því á endanum fæ ég mínu framgengt. Ég veit það, það gerist alltaf í matarboðum. Einhver missir eitthvað alveg óvart einhvers staðar. Ég mæti þá samstundis og sé um að hreinsa uppHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband