Móðursjúkur

Mamma skildi mig eftir í heila viku hjá bræðrum mínum. Ég fékk svo sem nóg að borða, tæplega mánaðarskammt á einni viku. Mjög gott,,,, "ég er ennþá svangur" svipurinn dugði vel. Hreyfing mín og útivera var í sögulegu lágmarki, enda Pálmi frændi minn og fótboltafélagi ekki heima til að aðstoða nema helming tímans. Ekki alveg nógu gott,,, því mér finnst svo hriiiiiiiiiiiikalega gaman að vera úti, sérstaklega í fótbolta. Ég hafði það því bara hálfskíttWink

Nú er mamma loksins komin heim aftur og ég er að passa upp á að hún yfirgefi mig ekki aftur á næstunni. Ég sef því á gólfinu inni hjá henni, hún kemst ekki fram úr án þess að stíga á mig, ég fer sko ekki inn í búr. WinkSleeping

Ég passa upp á að hún komist heilu á höldnu út af baðherberginu aftur, lifi af sturtuferðir, fari sér ekki að voða við að fara út með ruslið, geti sett uppþvottavélina af stað og komi tauinu í þvottavélina, svo fátt eitt sé talið. Ég er límdur við mömmu, ég er að passa hana Police

Ég hálf ligg ofan á henni í sólbaðinu úti á palli og hún kvartar bara sárlega yfir hundahárunum sem klessast við hana. Skil ekki þetta röfl, hún getur burstað mín hár af sér, veit ekki betur en að hún þurfi að fjarlægja sín eigin hár af með vaxi. Ég hef líka verið önnum kafinn við að fjarlægja sólarvörnina af mömmu. Held mig þó bara við andlitið, annars verður hún alveg brjáluð. Halo

Ég hef setið við hlið hennar í sólbaðinu og troðið trýninu að andlitinu. Ég hef laumast meðfram sólbekknum að andliti hennar. Ég hef skriðið undir sólbekkinn, mjög hljóðlega og plantað trýninu við andlitið. Hún fattar samt alltaf alveg um leið að húðhreinsun sé hafin. Ég skil þetta ekki, augun eru lokuð og hún virðist sofa. Verð greinilega að pæla meira í þessari andlitshreinsunaraðferð minniBandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband