Frændur og frænkur

Ég var í afmælisveislu hjá Díönu frænku minni, hún er víst orðin unglingur. Ég skildi ekki alveg þetta blaður í mömmu um veisluhöld og aldur. Sat bara og hallaði undir flatt, reyndi að halda jafnvægi og einbeita mér að því að hlusta á hana á meðan hún var að taka sig til fyrir veisluna. Áhugi minn var samt takmarkaðurSleeping.  Rófan á mér var athyglisverðari þangað til ég heyrði orðin Díana, Bergur og MioW00t

Þá fór ég að æða um gólf og reka á eftir mömmu. Yes!!! Við vorum að fara hitta Mio og systkini hans. Mio! Eyrun sperrast um leið og ég heyri nafn hans. Litli frábæri frændi minn, hinn hundurinn í fjölskyldunni. Ég er alltaf jafn spenntur yfir að hitta hann, þótt hann sé hrekkjóttur. Hann veit t.d. alveg að ég þoli ekki þegar hann hoppar upp á mig og sleikir á mér andlitið. Samt gerir hann það alltaf, aftur og aftur. Bara til þess að pirra mig. Þegar hann er skammaður, sest hann niður með englasvip á andlitinu, og bræðir alla með fallegum augum. Situr svo stilltur í smá stund, en um leið og ég róast og er farinn að dilla rófunni og brosa hringinn, mætir litli púkinn samstundis aftur. Með tunguna lafandi og hoppar upp á mig eins og vitleysingurTounge

Þrátt fyrir þetta vesen í Mio, er ég alltaf yfir mig ánægður með að hitta hann. Okkur finnst svo gaman að fara saman út. Keppumst um að ná boltanum á hundafótboltaæfingum og þá sjaldan að ég vinn kapphlaupið og næ boltanum, hleypur litla krílið á eftir mér, alveg brjálaður, og reynir að taka af mér boltannShocking

Viðrun með Mio er líka frábær. Við göngum kannski ekki langa vegalengd, en gangan tekur samt langan tíma. Ef annar okkar þefar upp blett sem nauðsynlegt er að pissa á, þarf hinn að pissa á sama blettinn líka. Við skemmtum okkur konunglega, það reynir hins vegar á þolrif þeirra sem fara út með okkurWink

Í dag voru það Rut og Kristín María sem voru svo góðar að fara út með okkur Mio. Mamma og Sigga Litla fóru með, svo að við myndum ekki draga þessar litlu frænkur okkar eitthvað út í buskann. Þetta er einmitt það frábæra við veislurnar. Við Mio þurfum ekki að væla og skæla og draga neinn nauðugan út úr húsi. Við erum svo æðislegir að litlu frænkurnar vilja ólmar fara með okkur út að ganga, hvernig sem viðrar, jafnvel þótt þær séu í sparifötumHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband