Sláturtíð

Ég lenti í átveislu um helgina. Sigga frænka bauð mér í heimsókn ásamt hinum krökkunum í fjölskyldunni. Ég fékk fullt af kartöfluflögum og bland í poka, það var jú nammidagur og mamma ekki á svæðinu til þess að skipta sér af matarÆði mínuWink

En þegar kom að kvöldmatnum, hefði ég getað tapað mér. Ég fékk nefnilega sama mat og hinir. Slátur. Sum frændsystkina minna kunnu ekki að meta matinn, en ég er sko ekki matvandur. Ég gleypti í mig blóðmör, lifrarpylsu, kartöflumús og rófustöppu. Fékk mér reyndar vambir líka, en ég var einn um að hakka þær í migGrin

Fjölskyldunni fór að blöskra stanslaust átið og ég var dreginn nauðugur út úr eldhúsinu. En ég gat bara ekki hamið mig. Ég vissi af nokkrum vömbum sem lent höfðu í ruslafötunniBandit

Þegar eldhúsið var orðið mannlaust, læddist ég inn aftur, veiddi vambirnar upp úr ruslafötunni og át þær með bestu lyst.  Algjör óþarfi að láta slíkt góðgæti fara til spillisWhistlingWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf einhvern tímann að fá að lauma einhverju að þér:)

Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband