Minn staður

Oft þegar mamma þarf að versla um helgar, dríf ég mig með henni. Hún veit alveg að minn staður í bílnum er skottið, það sem hún kaupir þarf að rúmast í aftursætinu. Hún gleymdi því alveg um síðustu helgi, keypti húsgögn, fullviss um að mublurnar kæmust vel fyrir í station-bílnum okkar. En auðvitað var ekkert pláss í skottinu fyrir húsgögn og heilan hund, það fer nú ekki svo lítið fyrir mér. Ég varð því að færa mig í framsætið, húsgögnin fengu mitt pláss Crying

Þegar ég var kominn í frammí, reyndi mamma fyrst að troða mér í bílbelti. Eftir endalaust vesen og vangaveltur komst hún að því að bílbeltin eru ekki gerð fyrir hunda. Því varð hún að keyra heim með mig óbundinn og skipaði mér að liggja á gólfinu. Ég hlýddi í nokkrar sekúndur en ákvað svo að láta fara vel um mig í framsætinu við hlið mömmu, enda sá ég ekkert markvert liggjandi á gólfinuAngry

Þegar ég var komin í sætið við hlið mömmu, sá ég margt nýtt og markvert sem ég þurfti að skoða. Gírstöngin var áhugaverð, ég þurfti að skipta mér af því í hvert sinn sem mamma skipti um gír. Ég tróð trýninu líka að stýrinu og hjálpaði mömmu að snúa því. Dinglandi lykill í kveikjulás var mjög spennandi, ég hamaðist lengi við að ná honum. Ég reyndi líka að fá mömmu til þess að klappa mér og klóra mér á bak við eyrun í bíltúrnum. Hún var ekkert sérstaklega ánægð með það:  "Lappi minn hættu þessu veseni, sérðu ekki að ég er upptekin við að keyra!!" Gasp 

Mömmu fannst ég ekki góður aðstoðarbílstjóri. Hún hefur því ákveðið að kaupa ekki fleiri húsgögn í bili. Eða þá að vera skynsöm og panta sendiferðabíl, þegar við tvö förum saman í húsgagnaverslanirGrin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband