Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vinnuhundur

Ég er alveg hryllilega busy þessa dagana.Sideways

Ég þarf að bíða í búrinu á meðan mamma vinnur og passa húsið. 

Ég þarf stundum að mæta með mömmu í vinnuna og hjálpa henni í pappírsflóðinu

Ég ligg oft dauðlúinn eftir vinnuna í forstofunni heima hjá ömmu og passa útidyrnar á meðan mamma, amma og aðrir ættingjar ganga frá einhverju smávægilegu fyrir innan forstofudyr.

Ég er líka að drukkna í verkefnum heimafyrir, eftir að vinnudegi lýkur. Við mamma erum nefnilega að skafa hundgamla málningu af stigahandriðinu. Mamma sér um hitablásarann og sköfuna, ég hleyp upp og niður stigann með voffa (gæludýrið mitt) í kjaftinum. Hnusa öðru hvoru af hitablásaranum og hleyp svo vælandi í burtu.

Mér hefur því verið úthlutað nýju verkefni við handriðahreinsun. Ég á að liggja á púðanum mínum við garðdyrnar og japla á nammi. Ég er sko að "hjálpa mömmu", sjálfsagt að passa að það ryðjist ekki fleiri inn til þess að hjálpa við viðhald hússins Grin


Duglegur strákur - góður strákur

Það hefur verið hljótt um mig undanfarið. Mamma og bræður mínir hafa verið líka verið eitthvað öðru vísi en þau eiga að sér að vera. Lítill tími hefur verið fyrir mig og bloggið. En ég ákvað bara að vera góður. Vældi ekki og vesenaðist lítið þótt gleymdist að viðra mig. Kyssti bræður mína og kjassaði við hvert tækifæri, við misjafnar undirtektir. Svo hefur seltan í andliti mömmu verið býsna mikil. Ég hef því eytt löngum stundum í fangi hennar, hnusað af kinnum og reynt að ná seltunni af. Mamma er líka sífellt að hrósa mér. "Ástin mín, mikið ertu góður við mömmu" "Æ krúttið mitt, þú ert búinn að vera svo lengi einn heima og kvartar ekkert, duglegur strákur" KissingKissing

Þegar ég heyri þessi orð, "duglegur og góður" þá á ég að fá verðlaun. Það lærði ég um leið og ég flutti hingað. Svo við förum ekkert að breyta því núna. Þó heimilisfólkið sé eitthvað undarlegt og ég mjög upptekin af því að vera góður við þau, þá sperrast eyrun um leið og ég heyri þessi frábæru orð; "duglegur, góður". Ég hætti samstundis að kela og hugga og skokka inní eldhús að nammiskápnum. Sit þar skælbrosandi, rófan sópar eldhúsgólfið á meðan ég bíð spenntur eftir verðlaunum. Láti þau á sér standa, klóra ég í hurðina á hundanammiskápnum. Væli kannski pínulítið, ef verðlaunaveitendur eru óþarflega lengi á leiðinniHalo


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband