Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hundur í kreppu

Við mamma höfum oft hitt áhugavert fólk og hunda í daglegri viðrun okkar. Stundum höfum við stoppað og spjallað, mamma hefur þá séð um að tala, ég hnusa bara.

Dag einn hittum við mamma svo mann, já eða bara kaggl, eins og Díana frænka mín myndi segja. Og þessi kaggl er alveg frábær. Mömmu líkaði strax vel við hann, ég var alveg sáttur líka, hann nennti nefnilega að tala við mig. Og svo leist honum svo vel á mig að hann er enn að hitta okkur mömmu.

mamma og eg

Nú er kagglinn að verða sambýlingur okkar mömmu. Ég er svo sem sáttur, en bara upp að vissu marki. Ég hef lengi átt hana mömmu aleinn og verið miðpunkturinn. Núna er hann sífellt að kyssa mömmu mína og knúsa hana. En hann getur bara alveg sleppt því. Ég vil nefnilega eiga hana mömmu mína einn. Ég get alveg kysst hana og knúsað aleinnWink

Ég er samt mjög ánægður með þennan kaggl og vil eiga hann. Hann nennir út í göngu, hann er betri í fótbolta en mamma, hann kann að grilla lambalæri og svo er hann góður geitungabani. Ég knúsa hann og kyssi í hvert sinn sem hann gengur inn um dyrnar. En þá kemur mamma og heimtar að fá að faðma hann líka. Ég þoli það ekki. Hann má kyssa mig, hún má kyssa mig. Þau mega ekki faðmast án þess að hafa mig á milliShocking

Reyni þau að kyssast, mæti ég á svæðið. Liggi þau í faðmlögum í sófanum við sjónvarpsgláp, treð ég mér á milli. Ætli þau að borða saman við kertaljós, trufla ég í sífellu svo rómantíkin fari ekki úr böndunum. Ég vil eiga þennan mann, ég vil eiga hana mömmu, saman geta þau átt mig. En þau mega bara alls ekki gleyma mér og eiga hvort annað. Ég þoli það ekki. Ég er afbrýðissamurCryingCrying

 

 


Ég vissi það!!

 

Ég fagna fyrsta sætinu og flaggaHappy

 

flaggad 001 

Ég skil fullt af orðum, t.d. borða, svangur, matur, nammi og ísWink

En mamma er nokkuð viss um að ég kunni ekki að reikna, þrátt fyrir skynsemina. Svo hef ég fánalögin ekki alveg á hreinu heldur

flaggad 002II

Mamma var ekkert sátt við hvernig ég fór með fánann. Fyrir mér er fáninn bara dót, eitthvað til þess að rífa niður með beittum tönnum. En Mamma gat ekki horft upp á fánaátið aðgerðarlaus og tók hann frá mér röflandi og steinhissa á framferði mínu

" Lappi, svona fer maður ekki með frelsistáknið, íslenska fánann" W00t

Ég er nú bara hundur og fæ mér þá eitthvað annað til þess að japla á. Kannski leyfir mamma mér að rífa bláan fána með gulum stjörnum í tætlur Whistling

 

 

 


mbl.is Jafn greindir og 2 ára börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunar - menn og konur !!

Til hamingju með mánudaginn Wizard

Þótt ég geri mér ekki grein fyrir því að þið eigið að eiga frí, er mamma með á nótunum.  Hún veit að hún þrifist ekki án ykkar Wink

Þið sem starfið í "hundanammibúðunum" eigið kannski frí. Ég hef komið inn í nokkrar slíkar búðir og tapa mér alltaf í gleðinni yfir kræsingum. Ég get aldrei haldið mig á mottunni, jafnvel þótt ein slík sé staðsett við dyrnar Whistling 

nyjarmyndir

Ég fæ alltaf nóg að éta, þökk sé ykkurInLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband