Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Reiknimeistarar ríkisins

Ég er farin að halda að það eina sem þessi stjórn reikni út, eða láti reikna út fyrir sig kunni hún það ekki, er hversu mikið safnist í eftirlaunasjóðinn hverja viku sem þau sitja límd við stólana, í óþökk meirihluta þjóðarinnar og þykjast vera að gera eitthvað fyrir heimilin.

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi


mbl.is Niðurstaðan gerbreytir allri umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling til vinstri

Þegar Steingrímur Joð var í stjórnarandstöðu, var hann óþreytandi að benda á einkavinaráðningar þáverandi stjórnar.  En núna þegar vinir Samfylkingar eða VG fara í opinber störf á vafasömum forsendum þá sleppir hann því að mótmæla.

Ætli honum finnist spilling til vinstri svona miklu betri en spilling til hægri?  Það er vægast sagt ömurlegt að horfa upp á þetta og vonin um betra Ísland dofnar sífellt meira og meira, í hvert skipti sem þessir Ó-stjórnarliðar tjá sig í fjölmiðlum.

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi


mbl.is Enginn umsækjenda kallaður í viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæturnar

johanna_steini

Þessi velferðarstjórn er algjör brandari. Þau hækkuðu vaxta- og barnabætur á síðasta skattári, á þessu ári skulu þær skerðast. Ætli það hafi ekki bara verið inni í myndinni allan tímann, að ná því á næsta ári sem greitt er á þessu.

Hafi öldruðum og öryrkjum tekist að nurla saman í sparnað, er þeim refsað.

Jóhanna og Steingrímur eru bestu vinir bankahólfanna.

 

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi


mbl.is Allar greiðslur frá Tryggingastofnun tekjutengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buuuuurrrrrrrrt!

Sviknu loforð Steingríms eru svo mörg. Kannski getur hann framkvæmt eitthvað sem hann lofaði ekki, t.d. komið með raunverulegar lausnir til bjargar íslenskri þjóð. En ég hef enga trú á því lengur, líkt og margir hellist vonleysið yfir þegar ríkisstjórnarliðið opnar munninn

Steingrímur heldur því fram að margt hafi áunnist, en það hefur alveg farið framhjá megin hluta þjóðarinnar. Undir lok ræðu sinnar hvetur hann okkur til þess að vera bjartsýn og trúa á framtíðina. Við mjökumst kannski í þá átt þegar þessi stjórn segir af sér.

 

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi


mbl.is Loforðið snerist um að fara ekki í flata skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrarnir

Í Þýskalandi reistu kommúnistar Berlínarmúrinn  -  Í Moskvu reistu kommúnistar Kremlarmúrinn

Á Íslandi er Alþingishúsið víggirt með áli. Hér er greinilega hrein vinstri stjórn.

Sjáumst á Austurvelli í kvöld - kveðja Hundamamman

 

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum. Ég mæti á mótmælin í kvöld,  með mömmu. Wink  Kveðja Lappi


mbl.is Girðing um Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með augun gal-lokuð

Þessi maður sér ekkert nema eigið vald.

Þótt Sjálfstæðisflokkurinn megi alveg vera í fríi lengur, er það óásættanleg stefna Stjórnarflokks að gera hvað sem er til þess að halda völdum.  Það er óafsakanlegt að fórna heill þjóðarinnar fyrir slíkan málstað.

Áður en Joðið komst í ríkisstjórn, bar ég mikla virðingu fyrir honum sem stjórnmálamanni, þótt ég væri ekki alltaf sammála honum. Sú virðing fauk korteri eftir stjórnarmyndun, um leið og hann sveik stefnu flokks síns.

 Það er kominn tími til að hann galopni augun. Hann sæi þá máske vanda tugþúsunda heimila og snéri sér að einhverju öðru og þarfara en að halda íhaldinu frá völdum.

kv. Hundamamman

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi

 


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband