Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Skítaredding

Þór, Birgitta og Margrét geta ekki kvartað. Nú eru þau svikin af óstjórninni sem þau svo dyggilega studdu, en þau sviku sína kjósendur fyrir löngu. Búsáhaldabyltingin átti að leiða af sér bætt og betri vinnubrögð á þingi, en sú varð ekki raunin.

Ég er með svar frá Margréti sem hún sendi mér í tölvupósti eftir að ég kvartaði undan vinnubrögðum þeirra varðandi kosningu til stjórnlagaþings. Að gefa Hæstarétti langt nef og hjálpa óstjórninni við að koma stjórnlagaráði á, voru óásættanleg vinnubrögð af þeirra hálfu, það átti þá bara að kjósa aftur.

Hér er hluti af svari Margrétar, sem hún sendi mér í febrúar 2011.

Ég er þér hjartanlega sammála að eðlilegast hefði verið að kjósa aftur og það var einnig minn fyrsti kostur. Ég er þó tilbúin til að styðja stjórnlagaráð vegna þess að ég held að það sé það skársta í stöðunni.

Við lögðum einkum upp með tvennt í vinnunni við að finna ásættanlega lausn; að finna þá lausn sem flestir gætu sætt sig við og að tryggja stjórnlagaþinginu sjálfstæði (reyna að koma í veg fyrir að Alþingi breytti niðurstöðum þess). Ég er sammála þér að þetta er "skítaredding" og ef ég mætti ráða hefði ég farið í þetta verkefni með allt öðrum hætti.

Og Margrét rökstyður stuðning Hreyfingarinnar við stjórnlagaráðið enn frekar, með all undarlegum rökum:

Hvað varðar hæstarétt var það sem frá honum kom ekki dómur heldur ákvörðun og málið ekki dómtekið. Þeir dómarar sem fjölluðu um það voru t.d. ekki í hempum og þeir svo sex en ekki þrír, fimm eða sjö eins og venja er.

Hvurslags bull er þetta eiginlega? Á ég þá ekki að taka mark á bifvélavirkja sem segir að bílinn minn sé bilaður, ef hann er ekki í vinnugallanum.

Hreyfingin getur ekki kvartað, skítaredding á aldrei heima á Alþingi. Sama hversu mikilvægt málefnið er.

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á samfélagi og stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi

 


mbl.is Segir að stjórnin eigi að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband