Hundasund

Mamma ákvað að breyta til og fara með mig í Öskjuhlíðina/Nauthólsvík í dag. Kannski af því að ég hamaðist eins og vitleysingur á sláttuorfinu, svo það var ekki vinnandi vegur að klára brekkusláttinn með mig til aðstoðar. Þessi Öskjuhlíðargönguferð er ein af betri hugmyndum sem slegið hafa niður í kollinn á henni í langan tímaWink

Þegar við vorum komin út í Nauthólsvík, ákvað mamma að fara út af göngustígnum og rölta með mig niður að fjöru. Leyfa mér að leika mér svolítið utan alfaraleiðar. Ég hljóp eins og vitleysingur út um allt, og hnusaði af af hverju grjóti, hverju sandkorni sem á vegi mínum varð. Hrikalega spennandi í nokkrar mínútur, en þá sá ég fugla, mjög spennandi leikföng á sundi í Víkinni. Ég skellti mér því upp á grasbarð rétt ofan við fjöruborðið, tók svo flugið og stakk mér til sunds á eftir fuglunum. Mamma flippaðiW00tW00t

Hún stóð veinandi í fjörunni, dauðhrædd um að ég myndi drukkna. Þessi læti í henni voru svo sem skiljanleg, mér hefur aldrei dottið til hugar að koma nálægt vatni eftir að ég flutti til hennar. Hún vissi ekki að ég er syndur að eðlisfari. Henni varð bara hugsað til endalausra láta og vesens þegar á að baða mig. Ég fæst ekki til þess að fara í bað, nema í vernduðu umhverfi, altsó ég læt mig hafa það að fara í Hundabað Löðurs ef næg verðlaun eru í boði fyrir dugnaðinnHalo

Auðvitað varð þetta Nauthólsvíkursund mitt frekar stutt. Það var ekki hægt að njóta stundarinnar með mömmu hálfgrátandi á bakkanum, skipandi mér að koma upp úr sjónum STRAX. Ég hunskaðist því í land aftur. Ekkert skömmustulegur, bara þvílíkt ánægður með sjálfan mig, brosandi út að eyrumWhistlingWhistling

Mamma er ekkert sérstaklega ánægð með mig núna þegar við erum komin heim. Kvartar um að það sé vond lykt af mér. Vond lykt!! Ég sem var að koma úr baðiWoundering  Svo er feldurinn ekki lengur svartur og hvítur, hann er víst svartur og móbrúnn af drullu segir hún og talar um að við þurfum að fara í Löður. Hundabað!Shocking Hvað er hún að röfla um það núna. Ég baðaði mig einn og óstuddur áðan úti í NauthólsvíkGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með fyrsta sundsprettinn Lappi. Hlakka til að hitta þig þegar ég kem heim. Förum að vinna að því að koma þér á hunda ólympíuleika í sundi!!!!!

Pálmi hluthafi. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband