Undirstöður

Við mamma vorum að setja saman nýja borðið úti í garði. Við þurftum að skrúfa fæturna undir borðið og það var hrikalega mikið mál. Fyrst lá ég ofan á borðplötunni á meðan að mamma byrjaði að festa fæturna undir það. Hún skipaði mér að færa mig af því að ég væri fyrir. Fyrir!! Ég var nú bara að fylgjast með að allt væri rétt og vel gert, eftirlit með framkvæmdum er nauðsynlegt á þessu heimili. Svo kom (auðvitað) í ljós að við þurftum að losa borðfætur og byrja verkið aftur. Það hafði víst gleymst að nota eitthvað af skrúfudótinu sem fylgdi borðinu og því riðaði rosalega flotta nýja borðið okkar eins og veik rollaSick    En við mamma létum það ekki á okkur á fá, losuðum fætur og festum þá aftur. Mamma sá um að skrúfa og ég var áfram í eftirlitinuPolice

Sko! Það eru fjórir fætur undir borðinu og því var eftirlitsferlið býsna flókið. Trýni mitt þurfti að fylgja hverri skrúfu og hverjum snúningi skrúfjárns. Ég fór því hring, eftir hring, eftir hring, eftir hring, í norður, suður, austur og vestur. En jafnvægisskyn mitt er gott og því þjáðist ég hvorki af svima né þurfti ég að kasta upp. En eitthvað hefur eftirlitsvinnan truflað mömmu, því þegar hún hélt að verkinu væri lokið, ofboðslega ánægð með árangurinn, þá var búið að skrúfa mig fastan við einn borðfótinnShocking

Málið er nefnilega það að ég er alltaf hafður í ól úti í garði. Mömmu er meinilla við að ég fari á flakk eða losi úrgang í næstu görðum. Því er ég alltaf bundinn við heimahagann. Og eftirlitsvinnu minni fylgir jú þessi langi taumur. Einhvern veginn hafði einhver flækja myndast í þessu hringsóli mínu og mömmu tekist að skrúfa ólina fasta við borðið. En við gáfumst ekki upp, mamma losaði skrúfurnar og flækjuna og ég er laus við að þvælast um allt með heilt garðborð um hálsinnSmile  

Borðið komið á sinn stað, já eða næstum. Nú talar mamma um að hún þurfi að breyta einhverju í garðinum svo borðið njóti sín beturWink  Það stendur samt á fjórum fótum og er ekki neitt valt lengur. Við mamma æði og getum alltHappy

En bara svo þið vitið, þið ykkar sem eigið eftir að skrúfa fæturna undir nýja, flotta garðborðið ykkar, þá eigum við mamma varahluti. Það urðu afgangs hjá okkur þrjár skinnur, ja bara svona ef ske kynni að ykkur vantaðiGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband