Líkur sækir líkan heim :)

Ég fór í kvöldgöngu með mömmu áðan. Eins og ævinlega, varð á vegi okkar áhugavert fólk. Fyrst hittum við Theu. En ég verð að segja eins og er að ég var að fara á límingunum á meðan mamma og hún voru að spjalla. Kommon,, maður fer ekki í hundarölt til þess að sitja kyrr og hlusta á konur ræða landsins gagn og nauðsynjarShocking

Því næst rákumst við á ungt sætt par með Chihuahua tík. Ég rétt hnusaði af henni, bakkaði svo varlega frá þegar fór að heyrast í henni. En ég er nú að upplagi svo svakalega góður og blíðlyndur segir mamma og ákvað að ítreka boð sitt við Erlu og Kristínu Evu, við gætum sko alveg passað hann Felix. Þar sem ég er dauðhræddur við svona lítil kríli sem láta mikið í sér heyra, yrði lítil hætta á að ég yrði vondur við hann Felix, honum yrði því alveg óhætt í pössun hjá okkurInLove

Svo hittum við hana Önnu Siggu (hina mömmu bræðra minna, samt er hún ekkert skyld mér) Errm og vinkonu hennar Þórunni. Þórunn var að viðra hund, en þar sem ég var að flýta mér, gleymdi ég alveg að hnusa upp kyn hundsins og spyrja að nafni. Sorry! En Anna Sigga kann sig og kynnti mig fyrir Þórunni og sagði: Þetta er Lappi, og þetta er mamma hans, hann er úti að ganga með hanaGrin

Og það var alveg rétt, ég bókstaflega dró hana mömmu að heiman, æddi með hana Elliðaárdalshringinn og heim aftur. Ég var að flýta mér, í óþolinmæðiskasti. Eitthvað sem mamma kannast vel við. Ég er ekki sá þolinmóðasti á jarðríki, en það sama má segja um mömmu, bara í kvenkyni. Við eigum það sameiginlegt að geta aldrei beðið og þolum illa óstundvísiBlush

Ég er framkvæmdaglaður og byrja á ýmsu sem ég ræð svo ekkert við. Það á líka við um hana mömmu mína. Hana vantaði nýjan rúmgafl í nýja herbergið og ákvað að redda málunum sjálf. Hún átti (í þátíð) MDF plötu og keypti stingsög. Ég gekk alveg af göflunum þegar hún setti það skelfilega tæki í gang. En ég mátti alveg tapa mér,, nú eigum við mamma ónýta MDF plötu og hér er til sölu lítil stingsög, næstum ónotuð, á svakalega góðu verðiGetLost

En svo er ég líka roooooooosaleg kelinn. Pabbi minn, sem ég bjó með fyrstu 8 mánuði lífs míns,kenndi mér að knús, kel, kossar, nart og nag væru ósköp eðlileg tjáningarleið.        Mamma er óttaleg kelin líka, og þakkar það foreldrum sínum og ástúð þeirra.  Ég get því óhikað kysst hana mömmu og knúsað þegar ég vilInLove

Við mamma eru því heppin að hafa fundið hvort annað. Ég, þegar ég þurfti að finna annað heimili, hún, þegar hún þurfti nauðsynlega að hafa frábæran félaga sér við hlið á erfiðum stundumHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íþróttameiðsl....

Alltaf sagt það,  íþróttir ERU hættulegar

dyno (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: LAPPI

Nú fékk hundamamman fleiri afsakanir fyrir að mæta EKKI í líkamsrækt :)

LAPPI, 6.9.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband