Ég mótmæli

Ég fékk mig fullsaddan af einveru. Mamma hefur verið mikið að heiman og lengi í einu. Þegar hún loks skilaði sér heim, sinnti hún bara mínum brýnustu nauðsynjum, altsó matnum og úrgangslosun. Enginn tími var fyrir leiki og viðrun, ja nema rétt svona til málamynda. Ég reyndi ítrekað að vekja athygli á mér. Náði í allt dótið mitt og bókstaflega henti því fang hennar. Það skilaði litlu, hún fór bara að taka til. Ég vældi og togaði í hana þegar hún hékk í símanum, en það breytti engu. Mamma röflaði bara yfir frekjunni í mér. Ég skildi bara ekkert í þessu ömurlega hlutskipti mínuShocking

Hingað til hef ég verið nafli alheimsins, alla vega heima hjá mér og nánustu ættingjum. Ég greip því til örþrifaráða og hóf mótmæli. Þau voru þögul, en illþefjandi;

-Ég kúkaði á gólfið heima hjá Hluthafanum

-Ég pissaði inni í búrinu mínu.

-Ég kúkaði á pulluna mína niðri í stofu.

Ég kvaldist svo sem og kveinaði hástöfum eftir hverja mótmælaaðgerð mína, en lét mig samt hafa það. Neikvæð athygli var betri en enginBlush

Og mótmæli mín skiluðu árangri. Mamma áttaði sig loks á því að ég væri ekki alveg sáttur. En í stað þess að panta tíma hjá hundasálfræðingi fyrir mig, fór mamma með mig út að hlaupa og leika. Og það var alveg nóg fyrir mig, ég bið nefnilega ekki um mikið. Smá athygli daglega, mat og viðrun, knús og kel. Sé þeim þörfum sinnt er ég sáttur og losa úrganginn úti, ekki inni í húsumHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband