Hundur í kreppu

Við mamma höfum oft hitt áhugavert fólk og hunda í daglegri viðrun okkar. Stundum höfum við stoppað og spjallað, mamma hefur þá séð um að tala, ég hnusa bara.

Dag einn hittum við mamma svo mann, já eða bara kaggl, eins og Díana frænka mín myndi segja. Og þessi kaggl er alveg frábær. Mömmu líkaði strax vel við hann, ég var alveg sáttur líka, hann nennti nefnilega að tala við mig. Og svo leist honum svo vel á mig að hann er enn að hitta okkur mömmu.

mamma og eg

Nú er kagglinn að verða sambýlingur okkar mömmu. Ég er svo sem sáttur, en bara upp að vissu marki. Ég hef lengi átt hana mömmu aleinn og verið miðpunkturinn. Núna er hann sífellt að kyssa mömmu mína og knúsa hana. En hann getur bara alveg sleppt því. Ég vil nefnilega eiga hana mömmu mína einn. Ég get alveg kysst hana og knúsað aleinnWink

Ég er samt mjög ánægður með þennan kaggl og vil eiga hann. Hann nennir út í göngu, hann er betri í fótbolta en mamma, hann kann að grilla lambalæri og svo er hann góður geitungabani. Ég knúsa hann og kyssi í hvert sinn sem hann gengur inn um dyrnar. En þá kemur mamma og heimtar að fá að faðma hann líka. Ég þoli það ekki. Hann má kyssa mig, hún má kyssa mig. Þau mega ekki faðmast án þess að hafa mig á milliShocking

Reyni þau að kyssast, mæti ég á svæðið. Liggi þau í faðmlögum í sófanum við sjónvarpsgláp, treð ég mér á milli. Ætli þau að borða saman við kertaljós, trufla ég í sífellu svo rómantíkin fari ekki úr böndunum. Ég vil eiga þennan mann, ég vil eiga hana mömmu, saman geta þau átt mig. En þau mega bara alls ekki gleyma mér og eiga hvort annað. Ég þoli það ekki. Ég er afbrýðissamurCryingCrying

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Lappi minn, þú átt alla mína samúð.....

Sjáumst hress í vinnunni....

Selfosskveðja úr sólinni

Erlan

Erla B (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 12:38

2 identicon

Æ greyið Lappi, skil þig vel, haltu þessu bara áfram! :-)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband