Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ábyrgðarlaust blogg

,,, Ekki lengurGrin

Mamma gengst við ábyrgðinni sem fylgir hundabloggi og gerðist því ábyrgðarmaður minn. Enda ábyrg konaWhistling

Af mér er það hins vegar að frétta að ég er að ganga af göflunum yfir þessum sífelldu sprengingum úti og ljósadýrðinni. Ég þarf ekkert róandi, er sko ekkert hræddur. En mamma segir að ég þurfi að róa mig smá. Ég má ekki elta flugeldana.  Ég má ekki troða troða mér alls staðar að þar sem verið er að kveikja í einhverju, og fylgjast með hvernig gangi Wink

Góða skemmtun á morgun Rut, Ethan, Kristín María, Díana, Bergur, Eyþór, Viktor Tumi, Ásdís Brynja, Stefán Emil, Hluthafinn og Ingibjörg,  og farið varlega. Ég ætla að skemmta mér, mamma sér um að ég fari varlegaWizardWizard

Takk fyrir samfylgdina á líðandi ári

jolahundur

Gleðilegt árHeart

 


Jólakortagerð

Ég kann vel við að vera miðpunktur athyglinnar, en það er óþarfi að troða á mig fylgihlutum, ég er alveg nógu flotturBlush 

Ég læt ekki nokkurn mann sjá mig svona 

eg get ekki latid sja mig svona

Bestu jólakveðjur Kissing

 


Jólaundirbúningur Hunds

Við mamma höfum verið önnum kafin í allan dag. Við þurftum víst að undirbúa jólin. Ég beið sem sagt stilltur í bílnum á meðan mamma vesenaðist eitthvað. Ég var ágætlega sáttur við þvælinginn, enda vissi ég að ég fengi verðlaun í hvert sinn sem mamma kom í bílinn aftur. Þetta kallaði mamma jólaundirbúning Wink

Þegar við komum loks heim aftur, hélt þessi jólaundirbúningur áfram. Mamma ákvað nefnilega að setja jólatréð á sinn stað og skreyta það, og auðvitað hjálpaði ég. Ég þurfti að þefa af hverri grein á gervitrénu okkar og hjálpa mömmu að koma því fyrir í jólatrésfætinum. Mamma bað mig reyndar um að hætta aðstoðinni, hún sagði að tréð okkar væri nógu skakkt, það liti út fyrir að vera á einhverju. Ég skildi hana ekki og hélt áfram að hjálpa Halo

Svo varð ég að skoða hvert skraut sem hengt var á jólatréð. Ég hnusaði af sumu, annað þurfti ég að skoða betur. Jólatréstoppurinn í plasthylkinu var mjög áhugaverður. Ég ætlaði að hjálpa mömmu við að ná honum úr hylkinu, en hann þoldi ekki hundahnjask og brotnaði þegar ég beit í plastið Blush

Núna stendur jólatréð okkar fallega skreytt í horninu á stofunni. Það er reyndar dálítið skakkt ennþá, við verðum víst að fá hjálp við að rétta það af. Svo vantar líka topp á tréð, en við mamma reddum því á morgun. Förum aftur í jólaundirbúning og ég ætla að bíða í bílnum eftir verðlaunum, á meðan mamma kaupir nýja jólatréstopp Whistling


Færðin/Færnin

Ólei, ólei, ólei óleieieieieieieieieiei! Grin

Mamma lét sig hafa það að fara með mig í fótbolta, þrátt fyrir snjóalag á vellinum okkar. Mamma var óhress með færðina, og kenndi hálku um þegar löngu sendingarnar inn á völlinn klikkuðu. Oftar en ekki lenti ég bara ringlaður í boltaleit áðanShocking

Ég skil þetta ekkiW00t 

Þegar ég spila fótbolta við annað fólk, get ég hlaupið í þá átt sem það miðar. Mömmu boltar flugu í allar aðrar áttir en miðið sem var tekið. Henni tókst m.a.s. að sparka boltanum aftur fyrir sig og setja bílinn okkar í stórhættu á æfingu dagsins. Við þurfum því að finna okkur annað bílastæði. A.m.k. þangað til að fótboltafærðin, já eða bara fótboltafærnin, skánarWhistling


Kröfur

Við mamma erum víst mótmælendur. En það sem ég hef til málanna að leggja er eftirfarandi:

- Ég er dauðhræddur við alla þessa frekjuhunda sem mæta á svæðið með eigendum sínum. Ég læt mig samt hafa það og vil því fá meira hundanammiHalo

- Þarna er alltaf fullt af fólki sem gaman væri að heilsa upp á. Ég vil því ganga laus og reyni að sleppa því að flaðra upp um allaWink

- Ég vildi gjarnan fá að skoða nánar, alla fuglana við Tjörnina. Ég lofa að hemja migWhistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband