Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Mótmælakennsla

Mamma er hundveikWink 

Já eða hún er a.m.k. lasin,  og því gátum VIÐ ekki mætt á Austurvöll. Hún fékk engan til þess að mæta fyrir sig í mannfjöldann með mig í taumi.

Mömmu hundleiðast þessi veikindi strax á degi eitt. Því ætlar hún að nota vökutímann í eitthvað skynsamlegt. Og það þýðir að ég þarf að læra nýja hundakúnst. Nú á ég að spangóla í hvert sinn sem mamma segir orðið "Mótmæli"W00t

Þetta kennsla gengur ekki vel. Við erum búin að reyna þetta nokkrum sinnum í dag. Ég skil ekki þessa skipun:  "Lappi syngja" Ég hef legið flatur á gólfinu- dauður, gengið á afturfótum, farið í heljarstökk, velt mér, setið og horft á hana örvæntingarfullur á svip "Hvað er eiginlega að þér góða, hvað þarf ég eiginlega að gera til þess að fá þetta nammi sem þú ert með í höndunum"? 

Mamma hefur því ákveðið að kalla til aðstoðarþjálfara á morgun. Sökum heilsubrest, getur hún ekki hangið með mig úti í garði þegar kirkjuklukkurnar hringja, hún hangir varla uppi innandyra. Ég spangóla gjarnan með kirkjuklukkum, og því heldur mamma að kjöraðstæður verði til kennslu þegar hringt verður inn í seinni messu sunnudagsins. Hún vill því kalla saman klapplið sem hælir mér í hástert í hvert sinn sem ég læt í mér heyra og verðlaunar mig fyrir vikið. "Duglegur strákur, Lappi syngja"Crying

My brother, Where art thou? Mamma er með óráðiSidewaysSideways


Valdabarátta

Við mamma vorum að koma inn úr göngu, fórum í Elliðaárdalinn. Það er svo hrikalega langt síðan að við gengum hringinn okkar, að ég var bókstaflega að missa mig í merkingum. Ég kreisti nokkra dropa úr blöðrunni svo oft á leiðinni, að gangan tók helmingi lengri tíma en vanalega að sögn mömmu. Ekki tók ég eftir því, ég hafði svo mikið að gera í merkingum. Svo tætti ég upp rennblautt grasið eftir hverja merkingu og þeytti því yfir mömmu og/eða út á gangstétt. Gönguleiðin er því kyrfilega merkt núna fyrir þá sem ekki rata Wink

 

Samstundis og við komum heim, og mamma hafði klætt sig úr pollagallanum, kvartaði hún yfir því að það væri vond lykt af hundvotum feldi. Því ákvað hún að draga mig í sturtu. Og hún þurfti bókstaflega að draga mig niður stigann. Ég spyrnti við á öllum fjórum, en mamma gaf sig ekki. Hún lét eins og bandbrjáluð keppniskona í reiptogi, togaði af öllum lífs og sálar kröftum og hafði sitt fram á endanum. Hún náði að draga mig inn í sturtuna Angry

En sigurvíman rann fljótt af henni. Hún gleymdi nefnilega að að festa tauminn við blöndunartækin, leit af mér til þess að stilla hitann á vatninu, þá greip ég tækifærið og strauk. Ég hljóp með látum upp í herbergið mitt, hentist upp í gluggakistu og lagðist þar flatur. Þóttist svo vera mjög upptekinn við að horfa út um gluggann þegar mamma kom upp og röflaði yfir strokinu. Ég lét pirringinn ekkert á mig fá, ég var svo ánægður með sjálfan mig. Engin sturta. Ég hafði unnið Wizard


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband