Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Lappi eða Lampi

 

lampi16

Við mamma vorum að koma frá Tótu dýralækni. Hún þurfti ekkert að skoða mömmu núna, bara mig. Ég fékk nefnilega sár á munninn sem mig klæjaði mikið í. Og þegar mann (já eða hund) klæjar, þá er bara að klóra. En ég er með svo beittar klær að ég klóraði alltaf ofan af sárinu svo að það varð bara stærra og ljótara. Þess vegna fékk ég krem hjá Tótu til að bera á sárið. Ég er nokkuð ánægður með kremið, ég sleiki það af um leið og það er komið á. En til þess að ég gæti ekki klórað í sárið, var settur á mig skermur og það er ég ekki alveg sáttur við Crying

lampi 008
Ég á alveg hrikalega mikið bágt.
Kannski heiti ég ekki Lappi núna, heldur bara Lampi
lampi 014

Ryksugan

,,,,,,,,,,,,,,,  er skaðræðistól. Frá því að ég heyrði í henni óhljóðin í fyrsta skiptið, hef ég grátið yfir hávaðanum og reynt að slökkva á henni. Það hefur stundum tekist hjá mér, en þá er bara kveikt á henni samstundis aftur. Ég hef ráðist á hana, hoppað ofan á henni, bitið á barkann, urrað og reynt að gera út af við hana, en án árangursCrying

Ryksugur eru líka hættulegar fólkiW00t

Mamma ákvað að ryksuga stofuna áðan, á meðan að kvöldmaturinn mallaði í ofninum. Hún ryksugaði með tilheyrandi hávaða og látum og gleymdi rörunum sem standa upp úr ganggólfinu. Hún gekk beint á þau og meiddi sig á vinstra færi. Hún bölvaði rörunum í hljóði, haltraði inn í eldhús og ákvað að kíkja á matinn í ofninum. En ofninn er bilaður, það rýkur sjóðheit gufa út úr litlu opi. En af því að mömmu var svo illt í fætinum eftir röra-áreksturinn, þá gleymdi hún réttu vinnuaðferðunum við bilaða bakaofninn og tókst að brenna sig á vinstri hendi Blush

Svo nú er mamma bæði hölt og með brunasár, bara af því að hún ákvað að ryksuga. Ég ítreka því enn og aftur. Ryksugur eru skaðræðistól Wink 


Hundaát

Þótt ég sé átvagl og næstum alæta, hef ég þó ekki étið hund. Minn hundur er næstum alheill, ég er bara búinn að gera á hann nokkur göt og rífa innan úr honum smá tróð sem ég skil svo eftir á víð og dreif um íbúðina. 

gaeludyr 


mbl.is Hundur étur hund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítíminn

Helgar og aðrir frídagar eru æði. Þá getum við verið úti að leika, spilað fótbolta, keyrt í Heiðmörkina eða Elliðaárdalinn. Farið í bíltúr og fengið ís, já eða farið í heimsóknir til ættingja og vina þar sem ómælt meðlæti er á boðstólum og ég get étið nánast það sem mig lystir. Ef ég mætti ráða, væri alltaf frí. En ég fæ bara svo sjaldan að ráðaShocking

Fríin okkar undanfarið hafa eiginlega ekki verið frí. Við erum nefnilega að breyta heima hjá okkur enn eina ferðina og ég er búin að fá nóg af framkvæmdagleðinni. Hér eru brotnir veggir, timbur rifið niður, málning skafin af tréverki og það pússað. Það er sem sagt allt á öðrum endanumCrying

Ég er því ákaflega þakklátur fyrir hluthafann, Pálma. Líf mitt væri frekar fúlt þessa dagana væri ég einkahlutafélag Mömmu ehf. Pálmi sækir mig og fer með mig út að leika, baðar mig og snyrtir. Mamma og Haddi eru svo upptekin af endurbótum að ég væri sjálfsagt orðinn brúnn af ryki og sagi ef Pálmi hugsaði ekki svona vel um migHeart   Þrátt fyrir frábæra umönnun Hluthafans, er ég orðinn dálítið pirraður. Hér heima er pússað og ryksugað í SterioW00t

Ég held að ég þurfi að komast í frí, ég hef fengi nóg af framkvæmdum heima. Kannski að Siggi, Gulli, Ævar, Maggi eða Beggý aumkvi sig yfir mig og bjóði mér heim til sín í endalaust át og dekur. Mér veitir ekki af því, ég þoli nefnilega ekki hávaðann í pússningavélum og ryksugumSick

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband