Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Ég biðst afsökunar

fludir 004Ingibjörg og Pálmi voru ekki ánægð með mig þegar þau fylgdu mér heim af síðustu fótboltaæfinguW00t

Ég hitti tík á heimleiðinni, sem ég þurfti aðeins að hnusa af. Ég varð samstundis hrifinn og ákvað að gera eitthvað í málunum. Ég varð að merkja hanaInLove

Fótboltafélagar mínir afsökuðu hegðun mína og voru alveg miður sín. En þar sem óþekktarkúlur mínar hafa verið fjarlægðar, þá vissi ég bara ekki hvernig ég ætti að láta hrifningu mína í ljós. Ég pissaði því bara á tíkina WhistlingWhistling

 


Íslenskt! Já takk!

Mamma er ákaflega hlynnt þessu slagorði, kaupir íslenskt sem aldrei fyrr þessa dagana. Hún mun því örugglega kaupa íslenskan hundamat fyrir mig Grin 

Nammi NammInLove Nammi Namm InLove

Ég er nefnilega dýr á fóðrum. Frekar dýr og þungur á fóðrum, núna kostar maturinn minn tæpar þúsund krónur hvert kíló. Mamma heldur að hún sé að gera það eina rétta í hundafóðrun með kaupum á þessum óheyrilega dýra þurrmat. En Haddi bendir stöðugt (og réttilega) á að mér sé nákvæmlega sama hvað ég fæ að borða. Ég borða nánast allt. Ég geri líka nánast allt fyrir matWhistling

Ja nema dansa, en það hefur áður komið fram. Hundar eins og ég dansa ekki fyrir hundanammi Pinch

ps Af hverju er mynd af svona litlum hundi við fréttina? Vitið þið hvað heyrist hátt í svona litlum trítlum? Ég þarf iðulega að forða mér með hraði þegar ég mæti svona smáhundumAngry  


mbl.is Íslenskur hundamatur brátt á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband