Mengun

Mamma var að vinna í dag, á laugardegi. Hún segir að ég sé svo skynsamur, að ég kunni skil á vinnudögum og helgum, og vildi ekki skilja mig eftir einan heima í búrinu. Því bauð hún mér að koma með í vinnuna. Ég þáði boðið samstundis. Reyndar þigg ég öll hennar boð um leið. Setningar sem byrja á "Eigum við að; eru æðislegar. Sumar þeirra enda á "spila fótbolta", fara í heimsókn til Gulla og Siggu", hitta Mio" .  "Viltu koma með mömmu" setningar eru líka æðislegar,,,, í bílinn", til ömmu", í vinnuna". Ég heyri einungis upphaf þeirra og hleyp í átt að útidyrunum. Mamma heldur því reyndar fram að ég viti nákvæmlega hvað standi til, hvert við séum að faraTounge

Ég hlýt að hafa staðið mig hrikalega vel í vinnunni í dag, alla vega á miðað við verðlaunin. Ég fékk; fullt af hundabeinum, hundagrillpinna, fyllt svína-eitthvað fyrir hunda, pepperoni-smakk fyrir hunda, harðfisk og flatköku.  Kannski fékk ég eitthvað fleira þegar mamma sá ekki til. Hún bannaði Erni að gefa mér súkkulaði, og Ragna mátti ekki fóðra mig á svínakjöti með sósu, rauðkáli, kartöflum, gulum baunum og hrásalati. Samt er mér illt í maganumSickSick

Mamma ætlar að sitja úti í kvöld, vafin inn í flísteppi og kveikja upp í útiarninum. Hún þarf þá ekki að ganga um með gasgrímuBandit 

Ég get þá óhindrað rjátlað um í litla garðinum okkar og losað mig við (ó) loftið án athugasemdaBlushWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband