Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Bráðum!!!!!

Sko, mamma sagði í hádeginu: Garpur kemur bráðum. Ég náði þessu alveg; Garpur kemur, en ég skil ekki þetta bráðumShocking

Ég hef því vælt og stunið, og átt alveg ótrúlega bágt alveg frá hádegi. Ég hleyp hæða á milli, ligg vælandi á forstofugólfinu eða uppi í glugganum á herberginu mínu. Garpur kemur, ég veit það en það má alveg sleppa þessu "bráðum"Crying


Hundar og Kettir

Lítill kettlingur er fluttur heim til Hrafnhildar nágranna míns og vinkonu. Þessi óvelkomni íbúi lætur fara vel um sig í gluggakistunni og þykist ekki taka eftir mér og geðvonskulegu urrinuDevil

hundur_kottur

 Mamma getur tuðað út í eitt. Þessi litli kettlingur er ekki sætur, og hann verður ekki vinur minnShocking 

Ég hætti ekki þessu geðvonskulega urri úti á palli fyrr en hann flytur!Angry


Til hamingju elsku hluthafi

Ég skellti mér líka í sund og setti met, en bara óvartW00t

Ég ætlaði nefnilega að stökka yfir skurð í Fossvogsdalnum áðan, en það tókst ekki alveg, ég lenti á maganum ofan í miðjum skurðinum. Og eins og það væri ekki nógu neyðarlegt (ég setti upp "það sá þetta enginn" svipinn), þá tók það mig margar tilraunir að skríða aftur upp úr mýrardrullunniWhistlingWhistling

Ég hef aldrei orðið svona drullugur á ævinni, hef slegið met í að skíta mig út. Allur feldurinn er útataður í rauðum mýrardrulluklessum, og svo er kjafturinn líka fullur af drulluBlush

Mamma er að fara að neyða mig í sturtu núna og segir að ég sé ekki húsum hæfur, skítugur og illa lyktandi. Ég ætti því að vera orðinn hreinn, strokinn og vellyktandi næst þegar við hittumst, þ.e.a.s. ef mömmu tekst að draga mig í sturtuna Tounge

 Pálmi Guðlaugsson sundmaður bætti eigið Íslandsmet í 100 m...


mbl.is Pálmi bætti eigið met á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hundasund

palmi_sund  
Ég er stoltur af hluthafanum InLove

mbl.is Fjórir íslenskir keppendur í úrslitum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr vöndu að ráða

Mamma er að taka til í kjallaranum og þar er hellingur af spennandi dóti. Ég hef eignast nýjan bangsa, búinn að rífa hann á hol, og mín bíða fleiri loðdýr niðri. Ég þarf bara næði til þess að ná þeim Bandit

En mamma er líka að baka, svo að ég þarf nauðsynlega að vera á eldhúsvaktinni. Lyktin af rúgbrauðinu í ofninum er svo lokkandiInLove

Ég veit bara ekkert hvar ég á að vera, ég get ekki valið. Ég er því á sífelldu spani milli geymslunnar og eldhússins. Ég er að verða dálítið þreyttur á þessum hlaupum upp og niður stigann, og dotta því stöku sinnum fyrir framan bakaraofninn, þegar ég tek eldhúsvaktinaSleeping

En ég veit að þessi hlaup mín eiga eftir að borga sig. Ég finn örugglega fleiri bangsa í kjallaranum. Og svo er það alveg á hreinu að ég fæ líka rúgbrauð, loksins þegar það verður tekið úr ofninumHappy


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband