1.10.2010 | 19:28
Með augun gal-lokuð
Þessi maður sér ekkert nema eigið vald.
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn megi alveg vera í fríi lengur, er það óásættanleg stefna Stjórnarflokks að gera hvað sem er til þess að halda völdum. Það er óafsakanlegt að fórna heill þjóðarinnar fyrir slíkan málstað.
Áður en Joðið komst í ríkisstjórn, bar ég mikla virðingu fyrir honum sem stjórnmálamanni, þótt ég væri ekki alltaf sammála honum. Sú virðing fauk korteri eftir stjórnarmyndun, um leið og hann sveik stefnu flokks síns.
Það er kominn tími til að hann galopni augun. Hann sæi þá máske vanda tugþúsunda heimila og snéri sér að einhverju öðru og þarfara en að halda íhaldinu frá völdum.
kv. Hundamamman
Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Kveðja Lappi
Óánægja vegna skuldavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.