Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ég fæ ekki að vera veiðihundur!

Ævar frændi minn vill endilega fá mig með sér og Garpi á veiðar, en Mamma leyfir það ekki. Hún segir þetta sport stórhættulegt, skyttur týnast, verða fyrir voðaskoti, já og brotna. Ég skil ekki þetta röfl og mótbárur Mömmu, ég vil fara með Ævari þegar hann segir "ÚT – VEIÐA"W00t

En Mömmu minni verður ekki haggað "veiðar eru hættulegar Lappi og þú ferð ekki neitt, það gæti einhver skotið þig" Ég verð víst að hlýða, hanga heima og skipta mér af framkvæmdunum á meðan Ævar og Garpur elta fugla GetLost

 


mbl.is Rjúpnaskytta fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband