4.11.2010 | 13:09
Berum hana út!
Á hennar vakt hefur fólk verið borið út af heimilum sínum.
Á hennar vakt versnar sífellt staða fyrirtækja og heimila.
Á hennar vakt verður vont verra.
Við gefum henni hér með góðfúslegt leyfi til að ljúka þessari vakt strax. Að öðrum kosti berum við hana út úr stjórnarráðinu.
kv. Hundamamman
Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Kveðja Lappi
Jóhanna: sit út kjörtímabilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Athugasemdir
Vá ég hélt að Lappi vildi fá þig út úr húsi og hafa Hadda einn. Hjúkk.
Ragna (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:46
Hún átti að vinna fyrir okkur, fékk fínasta djobbið og klúðraði því og vanrækti. Ef ég ræð mann til að sjá um garðinn minn fyrir mig og hann fer að höggva tréin get ég bæði rekið hann... og lögsótt !!! Komið ykkur út hið snarasta ríkisstjórn! Annars farið þið úr öskunni í eldinn!
Íslendingurinn (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:19
Til þess þarf kosningar. Sem virðast ekki í nánd. En athyglisvert er hve margir Moggabloggarar þykjast nú styðja byltingu. Kannski þetta sé íslenska teboðshreyfingin?
Andið með nefinu. Íslendingar drekka kaffi, frekar en te.
Nonni (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:22
Kæri Nonni. Ég er gegnheill vinstrimaður og sannur jafnaðarmaður. ÞESS VEGNA styð ég EKKI þessa ríkisstjórn, því hún stendur fyrir ójöfnuð og ófrelsi. Teboðshreyfingin segir þú? Já, heldur þú ekki að fólkið á Austurvelli sem er búið að missa bæði vinnu og hús og börnin svellta heima sé ekki þarna allt að berjast á móti fóstureyðingum og með dauðarefsingum, enda flogið hingað beint frá Texas? Og allir sem koma þarna til að standa með þeim þá líka? Þú ert samviskulaus að hæðast að óförum annarra! Ekki búast við að grátið verði yfir þér sjálfum ef illa fer fyrir ykkur flokkshundunum...Ekki mun ég gera það. Ef þú heldur endalaust áfram að verja glæpinn verður þú bæði samdauna og samsekur. Það er ekki Davíð Oddssyni eða Útrásarvíkingum að kenna að lítil börn róta í ruslinu í örvæntingarfullri leit að mat, heldur fólkinu sem ber fjölskyldur út meðan það dælir milljörðum í Evrópubandalagið sem enginn vill! Óvinir lýðræðisins, óvinir fólksins og ANDSTÆÐA jafnaðarmanna! Niður með þau öll!
Jónas (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:33
Ég væri venjulega ekki samþykkur svona tillögu, en ég er of hræddur um að ríkisstjórnin steypi okkur í ævarandi glötun ef við tökum áhættuna mikið lengur, og finnst þetta betri valkostur en blóðug bylting...sem er bara orðin tímaspursmál ef ekkert er að gert ...fljótt!! http://www.utanthingsstjorn.is
Neyðarstjórn (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:35
Má ég svo minna á að það þarf ekki áskrift að Morgunnblaðinu til að blogga hér, væni. Þeir sem kaupa Moggan lesa mbl.is minna en hinir. Vísir er heilaþvottur beint frá útrásarvíkingum, RÚV beint frá ríkisstjórninni, Davíð er varla verri valkostur. Þekki marga gamla komma sem lesa Moggan frítt hér, frekar en láta neyða upp á sig sorpritinu Vísi.
Jónas (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:38
Er ekki fyndið hvað sjálfskipuð "gáfumennin" reyna að slá um sig með því að vitna í teboðshreyfinguna og skilja ekki að Obama er langt, langt til hægri á íslenskan mælikvarða, lengra en Hannes Hólsteinn, og "teboðsmenn" myndu bara kalla Sjálfstæðisflokkinn kommúnista. Góðu reynið að leyna sveitamennskunni aðeins betur en með þessum fáránlegu samlíkingum.
Ragna Guðmunds (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:43
Hættið að ofsækja aumingja konuna bara afþví hún er lesbía!
x-S 4ever (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:57
Í tíð "vinstristjórnarinnar" hefur fátækt aukist til muna og kjör lítilmagnans hríð versnað, auk þess sem þessari stétt lítilmagnanum hefur fjölgað sem aldrei fyrr. Lítil börn róta nú í ruslinu í leit að mat og gamalmenni eru borin út á götu, og við erum orðin eina ríkið í okkar heimshluta sem neitar sumum ungmennum um skólagöngu, þó þau hafi náð öllum samræmduprófum, út af niðurskurði í menntakerfinu. Á sama tíma er hvergi skorið niður í yfirbyggingunni og milljörðunum sem hefði verið hægt að eyða í að laga mennta- og húsnæðismál og hjálpa bágstöddum öllum kastað á bálið í Brussel. Þetta hyski er ekki vinstrimenn. Ég er vinstrimaður. Vinstrimenn eru lýðræðislega hugsandi fólk sem sólundar ekki fé þjóðarinnar í einkahobbý sín, esb þruglið, meðan börnin róta í ruslatunnunum, heldur virðir jafnrétti manna og vilja fólksins og reynir að tryggja jöfn lífskjör allra. Þessi ríkisstjórn er aftur á móti tilbúin að brjóta lög og reglur í auðvaldsdýrkun sinni, í því skyni að sleikja sig upp við auðvaldið á kostnað almennings. Hæstaréttardómar eru jafnvel hunsaðir, svo sem gerðist í tilfelli Lýsingar, en dómurinn sem þá féll hefði getað forðað þúsundum frá gjaldþroti og vonarvöl. En ríkisstjórnin sýndi með því að hunsa þann dóm, nokkuð sem er víða ólöglegt og hefði eitt og sér nægt sem brottrekstrarsök fyrir ríkisstjórnina, þar sem þrískipt vald er tryggt með lögum í stjórnarskrá, sitt rétta eðli og fyrir hvern hún starfar í raun og veru. Annað hvort voru þau aldrei vinstrimenn, heldur bara Trójuhestar, eða þá eru þau pólítískar mellur sem einhver ill öfl borga undir borðið. Aðrar skýringar standast ekki nánari athugun. Síst af öllu gjammið í nýju trúarbrögðunum hans Steingríms sem hafa gert Davíð Oddsson að allsherjar grýlu og djöfli sem allt sem miður hefur farið í veraldarsögunni er að kenna, og gerir hans menn stikkfría frá öllu og þeir geta jafnvel notað tilvist Davíðs Oddssonar sem afsökun til að fremja hvaða glæp sem er "Skrattinn freistaði mín" = "Davíð neyddi mig til þess", en einungis einfeldningar taka svona bókstafstrú og óráðshjal trúanlegt, burtséð frá hvað manni þykir persónilega margt miður í fari pólítíkur Davíðs Oddsonar. Sannleikurinn blasir við. Þau eru kannski lýðræðislega kjörin, en það var Hitler nú líka. Lýðræðissinnar eru þau ekki, það hafa þau sýnt með að marg brjóta á fólkinu í landinu, jafnvel í trássi við Hæstarétt, sem þau óvirða eins og þeim sýnist. Hvort sem þau eru að þiggja mútur eða annað kemur til, þá eiga þau ekki skilið að sitja þarna lengi. Sagan sýnir að það að láta fasista og elítista sem óvirða sitt eigið fólk sitja í skjóli "lýðræðis" er stórhættulegt og veit ekki á gott. Við höfum valið, annað hvort kveðjum við land vort og þjóð bless, frelsi vor og mannréttindi, kjör og auðlindir......eða ríkisstjórn þessa. Við höfum þetta val ekki mikið lengur. Tíminn líður hratt að úrslita stund. Láttu ekki þitt eftir liggja http://www.utanthingsstjorn.is
J.S (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.