Sameignarfélag

Ég er sameignarfélag. Slíkt form hlýtur að komast aftur í tísku. Núna þegar útrás og Group detta upp fyrir. Mamma á mig á því leikur enginn vafi. Þrátt fyrir að hún hafi ekki séð um að koma mér í heiminn, þá ættleiddi hún mig.

Um leið og ég flutti til hennar, fór Pálmi frændi minn að venja komur sínar mun oftar heim til okkar, slíkt er aðdráttarafl mitt. Hann fer út með mér hvernig sem viðrar og vælir ekki undan hagléli á stærð við tennisbolta. Hann er líka mun betri mótherji í fótboltanum en mamma, Hún er nefnilega einstaklega góð í sparka boltanum, ja ég veit eiginlega ekki hvert, og hitta aldrei í markið, sem gerir mér dálítið erfitt fyrir í vörninni.

Mig langaði því gefa frænda mínum, fótboltafélaganum, gjöf. En hvað get ég svo sem gefið annað en ástúð mín. Ég er jú hundur, fæ ekki vasapening og því alltaf skítblankur. Eftir miklar vangaveltur og löng samtöl við mömmu þá fæddist þessi hugmynd. Ég gæti gefið Pálma hlutdeild í mér, orðið sameign hans og mömmu.

Það gerist varla betra, að gefa öðrum hluta af sjálfum sér, eða gefa sig jafnvel allan. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband