Mannaveiðar

Þá sjaldan að ég fæ að ganga laus, þegar við mamma viðrum okkur, kemur fyrir að ég missi mig smá. Sveittir karlmenn á hlaupum eru mjög spennandi. Og margir saman í hóp! Jíhaaaa!!!! Ég gæti hreinlega tapað mér. Ég elti stundum álitlega hlaupara, en fæ litlar þakkir fyrir. Mamma hundskammar mig bara þegar ég loks skila mér til baka, já eða þegar hún nær mér. Ég skil nú ekki hvað hún er að nöldra, hún á engan kall og nennir ekki að hlaupa á eftir þeim.

Ekki eru viðbrögðin betri þegar ég finn frábæra karla snemma á morgnana um helgar. Það er auðveldara að ná þeim en hlaupurunum. Þeir eru kannski reikulir í spori og smá rykugir, en hvað með það? Mér finnst bjórlykt svo roooooosalega góð, ég gæti hreinlega límt mig utan á þá

Ég kýs svitann og bjórinn. En ef mamma vill einhvern annan kall en þann sem angar af svita og bjór, verður hún sjálf að að elta hann uppi. Ég dregst ekki að þeim sem anga af rakspíra, hnerra bara þegar ég kemst í tæri við rakspíra og ilmvötn. Ég er ábyggilega með ofnæmi.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband