25.6.2008 | 18:20
VAKNA!!
Ég má ekki vakna klukkan sex, ekki klukkan fimm og þaðan af síður klukkan fjögur eins og ég gerði í morgun. Mamma er óhress með þennan fótaferðatíma og vitnar sífellt í einhverja klukku sem ég veit ekkert um. Svo heldur hún því fram að það sé ennþá nótt, um leið og hún vitnar í klukkuna sem sífellt breytist.
Nótt!!
Það var þá. Það er bjart úti og þá er kominn dagur og það þýðir sko ekkert að plata mig og reka mig inn í búr. ÞAÐ ER KOMINN DAGUR, FRAMÚR MEÐ ÞIG MAMMA, sólin er m.a.s. mætt á svæðið. Þá á ekki að sóa tímanum inni í búri eða upp í rúmi. Nei .Þá á maður að drífa sig að borða og svo beint út að leika. Af einhverjum ástæðum er mamma ekki sammála, skil það bara alls ekki.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.