Pelsklæddur í blíðviðri

Ég veit ekki hvernig , þaðan af síður hvar, ég á að vera þessa dagana. Á meðan mamma hangir léttklædd úti í garði, læt ég helst ekki sjá mig þar. Ja nema ég þurfi að röfla í mömmu, kvarta yfir skorti á vatni eða athygli. Ég þvælist þess í stað um íbúðina og reyni að finna einhvern svalan stað til kælingar. Ligg oft útflattur á bakinu með fætur útglennta upp við vegginn á stigapallinum, eða í forstofunni. Ég er nefnilega búinn að ná sólbaðsstellingunni,,, annarri þeirraLoL

Ég er ekki par hrifinn af þessum svakalega hita, enda íklæddur náttúrulegum pels allan ársins hring, óháð veðurfari. Þótt það dugi skammt, geri ég allt til þess að kæla mig. Losa mig t.d. við þau hár sem ég mögulega get, hvar sem ég hef viðkomu. Mamma finnur til með mér og röflar því óvanalega lítið yfir hundahárum "úti um allt". Hún veit alveg að hún gæti ekki legið í sólbaði, eða farið í göngutúra í pels eða ísbjarnarbúning í þessum hita. Ég er því meira dekurdýr en vanalega, fæ m.a.s. sódavatn í hitanum. Og það sem átti bara að vera til hátíðabrigða, á jólum, páskum og 17.júní, í afmælum og stöku matarboðum, um verslunarmannahelgi, hvítasunnuhelgi, á 1.maí og sumardaginn fyrsta, stundum um helgar o.s.frv. Wink

En þrátt fyrir dekrið, var þessi hiti þarna úti í dag fullmikið af því góða. Við mamma tókum litla bláa boltann með okkur í hunda/mömmuviðrun áðan.  Ég gat bara ekki farið í brjálaðan boltaleik, eftir göngu um Elliðaárdalinn í þessum líka skaðræðishita. Mamma hoppaði því og skoppaði um með boltann, eins og ,,, ja ég veit ekki hvað,,, á meðan að ég kaus að halda mig í skugga trjánna. Þá sannfærðist mamma um að nú ætti ég verulega bágt. Ég hlyti að vera veikur, með hitaGetLost

Og að vissu leyti var ályktun mömmu rétt. Ég, þessi mjög svo skarpi hundur, hef það bara eftir sem ég heyri stundum sagt hér í sól og hita, þegar m.a.s. mamma þarf að fara inn og kæla sig:   OMG,,, I´m so hotGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband