1.8.2008 | 23:00
Neyðarkall
Kæru ættingjar nær og fjær, vinir mínir allir, nágrannar og lesendur. Hjálp!!!!
Ég held að hlutverk mitt sem gæludýr heimilisins hafi eitthvað misskilist. Allt í einu er ég orðinn dansfélagi mömmu, í neyð, við erum jú bara tvö hér. Ég á að standa í afturfætur, ganga áfram, svo afturábak, og snúast í hringi
Ég hef yfirleitt ekkert á móti því að sýna hundakúnstir, þegar verðlaun eru í boði. En núna er mér stórlega misboðið. Þegar ég heyri það hræðilega orð "dansa" og mamma setur nýja diskinn í tækið, þá læt ég mig sko hverfa. Ég dansa ekki. Jafnvel þótt bein sé í boði
Ég er farinn inn í búr í bili. Kem út aftur þegar Mamma Mia diskurinn er kominn í hulstrið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.