Fár

Hmmmmm,, sko!   Ég missti mig eiginlega smá í gær,, já eða ekki eiginlega Blush

Minn æðislega frábæri félagi, frændi og hluthafi í mér, kom og sótti mig í gærkvöld. Við ætluðum að fara saman í rólegt kvöldrölt (mamma hefði kallað þetta rómantíska kvöldgöngu, en þá hefðu örugglega verið aðrir þátttakendur í þessari kvöldgöngu)Wink

Nema hvað, svo ég haldi nú áfram með lýsinguna á kvöldgöngunni,,,,,, við hittum kött. Ekki einhverja "litla sæta kisu" eins og mamma nefnir þessi óæskilegu dýr. Þetta sem við mættum átti ekkert skylt við það. Svo að ég ákvað að sleppa mér. Í orðins fyllstu merkingu. Þeyttist af stað á eftir óargadýrinu með látum, og sleit tauminn. Hljóp taumlaust á eftir kettinum, hluthafanum til lítillar gleðiShocking

Hann skilaði mér því heim fyrr en áætlað var, frekar grár og gugginn. Mamma ályktaði strax sem svo að ég hefði gengið fram af honum í kattafárinu. Og ég,,, greyið ég, var auðvitað hundskammaður í forstofunni sökum útlits frændans, já og kannski kom þessi slitni taumur þar eitthvað líka við sögu líka. En við nánari yfirheyrslur yfir mér og hluthafanum kom í ljós, að ég átti kannski ekki alla sök á veikindalegu útlit hans. Hann var víst að veikjast, og ekki af hundaeltingaleik Smile

Mamma ætlar því næst þegar ég slít taum, (númer fjögur núna að okkur minnir frá því að ég flutti til hennar), að kanna málsatvik til hlítar áður en ég verð ásakaður. Teljast ekki allir saklausir þar til sekt er sönnuð,, líka hundar?Wink

En þangað til, (að ég missi mig aftur), sendi ég þér minn æðislegi frændi og fótboltafélagi, mínar bestu kveðjur og bataóskir. Og bara svo að þú vitir, þá kannast ég ekkert við slitna tauminn í forstofunni. Ég horfi til hliðar og geng frekar á veggi, heldur en að kannast við að hafa nokkurn tímann barið þessa ónýtu ól augum Whistling Halo Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband