Ég fæ ekki næga athygli!

Litla nafnan hennar mömmu hefur verið á landinu í nokkra daga. Hún er nú alveg ágæt þegar hún heldur sig í kerrunni. Þá er hægt að hnusa af henni í tíma og ótíma, stelast til þess að sleikja eina kinn eða svo, bara svona pínu smá þegar ég held að enginn sjái til. En þegar hún sleppur úr kerrunni, breytist hún í algeran skaðvald. Hangir í fanginu á mömmu og tekur frá mér alla athyglina. Ég er hreint ekki sáttur við þaðCrying

"Útsí, músí, gútsí, fallegasta barnið, litla dúlla, sæta krútt". Ég hélt að þetta væru mín nöfn!!Gasp Kem skokkandi og þvílíkt glaður til mömmu þegar ég heyri kallað svona fallega á mig, en þá er litla nafnan alltaf þar og ekkert pláss fyrir mig. Mamma man jú svo sem eftir að klappa mér á kollinn, en það er ekki nóg. Ég má ekki hoppa í fangið á henni, "litla sæta barnið" er þar fyrirShocking

"Lítið sætt barn" Halló!! Þessi litla manneskja er mjög handsterk og handóð. Trúið mér, ég veit það eftir að hafa verið leikfangið hennar. Hún rífur af mér handfylli af hárum þegar hún á að vera "góð við voffa" Hún hefur ráðist á trýnið mitt og nagað það, en ég má víst þakka fyrir það að hún er enn tannlaus. Svo vekja eyrun á mér mikla athygli. Skríkjandi af gleði rífur hún í þau af alefli, en þá er mér nú nóg boðið og læt í mér heyra, væli ámátlega undan litla fantinumFrown

Mamma röflar stundum undan heyrnarleysi mínu, þessu sem kemur yfir mig þegar mig langar ekki að hlýða. "Heyrðu góði, þú veist að þetta er bannað. Vorum við ekki búin að ræða þetta, eða eru eyrun dottin af þér"    Næst þegar ég fæ þessa ræðu yfir mig get ég svarað fullum hálsi: "Já, litla sæta barnið, krúttið hún nafna þín reif þau af mér í síðustu heimsókn"Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband