Hundahár

Það rann æði á mömmu. Hún elti mig uppi með kambinn í höndum, snemma í morgun. Það átti að kemba mér almennilega. Ég mátti gjöra svo vel að sitja, standa, snúa mér og leggjast á bakið. Þessi hárreyting tók laaaaaaaangan tíma og mér leiddist mjög mikið. Á milli þess að tala um hve duglegur ég væri, og roooooosalega fínn, röflaði mamma yfir hundahárum sem væru alls staðarBlush  Þau lægju m.a.s. í loftinu og laumuðu sér í matinn hennar. Meira röflið í þessari konu. Ég get þá bara étið matinn hennar líka, með hárum og ölluHalo

En mamma lét ekki staðar numið eftir hársnyrtinguna.. Þá dró hún fram ryksuguna, hryllingstækið sem mér er meinilla við. Æddi með hana herbergja á milli og ryksugaði allt sem á vegi hennar varð. Ég var að flippa í þessum hávaða. Grét, rak upp vein, æddi um með stress slefið lekandi niður munnvikin og reyndi að slökkva á ryksugunni. En mér tókst það ekki, var svo stressaður í látunum að ég hitti ekki rétta takkannCrying

Mér létti mikið, þegar mamma slökkti loks á ryksugunni. En ekki lengi. Hún bað mig um að koma til sín, ég hlýddi. Þá sagði hún mér að setjast niður, og ég hlýddi. Auðvitað, hélt að nú ætlaði mamma að kela við mig, ég hafði staðið mig svo vel í þrifunumSmile  En það hefði verið betra að hlýða ekki og hlaupa í burtu. Mamma kveikti nefnilega aftur á ryksugunni og fór að ryksuga mig Gasp  Henni voru greinilega engin takmörk sett í þessari hundahárahreinsun sinni. Ég grét sáran á meðan feldurinn var ryksugaður. Sat samt kyrr, enda best að mótmæla mömmu ekki, þegar svona æði rennur á hanaErrm

Ég fékk auðvitað verðlaun eftir þessa skelfilegu meðferð. Skárra væri það nú. En mér er ekki rótt. Pyntingartækið er enn á stofugólfinu og hreingerningaræðisglampinn er enn í augum mömmu. Vantar einhvern ryksugu,, já eða hund??Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband