26.11.2008 | 20:23
Hundshaus
Ég var að hjálpa mömmu að taka til í geymslunni, þessu mjög svo spennandi svæði, fullu af kössum og dóti. Ég þurfti að troða trýninu ofan í fullt af kössum, vegna þess að mamma var að leita að einhverju. Og ég, sérlegur aðstoða"maður" mömmu, ætlaði að hjálpa henni við leitina
Þegar mér fór að leiðast leitin, fór ég að kanna geymsluna og innihald hennar upp á eigin spýtur. Og hvað haldið þið! Ég fann þessi líka fínu dekk, þau lágu á gólfinu inni í horni geymslunnar fyrir hunda og manna fótum. Ég ákvað því að merkja dekkin. En ég hafði rétt lyft vinstri afturlöpp þegar mamma rak upp skaðræðisvein, hundskammaði mig og skipaði mér út úr geymslunni
Ég, sem pissa sífellt á bíldekk þegar við mamma erum úti að viðra okkur, varð virkilega fúll. Ég setti upp hundshaus og leit ekki við mömmu þegar ég fór út úr geymslunni
En sem betur fer fyrir hana, gleymdi ég fýlukastinu þegar ég var kominn hálfa leiðina upp stigann. Sneri við, og fór inn í geymslu til mömmu. Brosandi hringinn og með tunguna lafandi fór ég aftur að hjálpa mömmu. Tróð trýninu ofan í fullt af kössum þangað til að við fundum það sem við vorum að leita að; Aðventu/Jóla dóti
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég vil miklu frekar hjálpa við að fjarlægja dótið. Þessi eilífa tilfærsla á hlutum pirrar mig kv. Lappi
Hundalíf (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.