Jólaundirbúningur Hunds

Við mamma höfum verið önnum kafin í allan dag. Við þurftum víst að undirbúa jólin. Ég beið sem sagt stilltur í bílnum á meðan mamma vesenaðist eitthvað. Ég var ágætlega sáttur við þvælinginn, enda vissi ég að ég fengi verðlaun í hvert sinn sem mamma kom í bílinn aftur. Þetta kallaði mamma jólaundirbúning Wink

Þegar við komum loks heim aftur, hélt þessi jólaundirbúningur áfram. Mamma ákvað nefnilega að setja jólatréð á sinn stað og skreyta það, og auðvitað hjálpaði ég. Ég þurfti að þefa af hverri grein á gervitrénu okkar og hjálpa mömmu að koma því fyrir í jólatrésfætinum. Mamma bað mig reyndar um að hætta aðstoðinni, hún sagði að tréð okkar væri nógu skakkt, það liti út fyrir að vera á einhverju. Ég skildi hana ekki og hélt áfram að hjálpa Halo

Svo varð ég að skoða hvert skraut sem hengt var á jólatréð. Ég hnusaði af sumu, annað þurfti ég að skoða betur. Jólatréstoppurinn í plasthylkinu var mjög áhugaverður. Ég ætlaði að hjálpa mömmu við að ná honum úr hylkinu, en hann þoldi ekki hundahnjask og brotnaði þegar ég beit í plastið Blush

Núna stendur jólatréð okkar fallega skreytt í horninu á stofunni. Það er reyndar dálítið skakkt ennþá, við verðum víst að fá hjálp við að rétta það af. Svo vantar líka topp á tréð, en við mamma reddum því á morgun. Förum aftur í jólaundirbúning og ég ætla að bíða í bílnum eftir verðlaunum, á meðan mamma kaupir nýja jólatréstopp Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband