27.2.2009 | 19:27
Litla hjálparhellan
Enn og aftur er búið að reka mig úr hjálparsveit húsmæðra í endurbótum. Ég mátti víst ekki príla upp málningartröppuna á eftir mömmu. Hún er mjög lofthrædd og hún hafði bara málningarbakkann og pensilinn til þess að halda sér í. Hvorugur gerði nokkuð gagn þegar ég skellti mér upp tröppuna til aðstoðar
Trappan riðaði, mamma veinaði en lenti þó standandi. Bakkinn og pensillinn flugu hvor í sína áttina. Gólfið er allt útatað í málningu en óþarfi að röfla yfir því. Ævar frændi minn ætlar hvort eð er að parketleggja
En mamma er hrikalega pirruð yfir málningarklessunum á nýju rúllugardínunum. Ætli við eyðum ekki morgundeginum í Ikea. Ég mun bíða rosa stilltur í bílnum á meðan mamma hleypur um í búðarferlíkinu í rúllugardínuleit
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.