Blogg fyrir Erlu

Erla kvartaði HÁSTÖFUM á Fésbókinni vegna dvínandi áhuga fólks (og vonandi líka dýra) á að blogga. Ég ákvað því að gera mitt til þess að róa þennan frábæra vinnufélaga minn og mömmu Grin

Ég hef verið önnum kafinn undanfarnar vikur við lagfæringar heimavið. Ekki nóg með að mála þyrfti hér heilu hæðirnar, það varð að skipta líka um gólfefni. En Mamma er ekkert sérlega góður parketleggjari, því sáum við Ævar, móðurbróðir minn, alfarið um parketlögninaWizard

framkv 005

framkv 006

Við Ævar höfum lokið framkvæmdum á efri hæðinni. Og svona lítur vinnu/sjónvarpsherbergið út, eftir lagfæringuna. Ég yrði ekkert hissa ef næsta verkefni yrði miðhæðin. Mamma er svo hriiiiiiiiiiiiiikalega ánægð með vinnuna uppi. Kraftlyftingagaurarnir og Haddi hjálpuðu líka, enda gat ég hvorki borið húsgögn á milli hæða, né komið nýja sjónvarpinu í gang Grin

framkv 009

Elsku Erla Kissing  Nú veistu hvað hefur á daga mína drifið, þá daga sem ég ekki mætti í vinnu. Þú hringir svo bara í mig, næst þegar þú þarfnast aðstoðar við að hræða kúnnana, ég er miklu betri í því en þú Bandit

framkv 004

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Lappi minn, ég var einmitt farin að sakna þín en gott að þú sért búinn að vera svona duglegur að hjálpa mömmu þinni, líka við að mála  Það er líka aldeilis orðið fínt heima hjá ykkur. Næst þegar þið mamma þín og Haddi keyrið framhjá Selfossi ættuð þið endilega að kíkja við í kaffi og hver veit nema það leynist harðfiskur handa þér í einhverjum skápnum. Svo veitir nú ekki af að þú farir að mæta í vinnu og aðstoða mig við rukkeríið það gengur ekki vel þessa dagana skal ég segja þér.

Sjáumst sem fyrst og kveðja heim til þín, þín vinkona Erla

Erla vinkona (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband