7.4.2009 | 23:39
Og brúarsmíðin hefst hvenær??
Já einmitt
Um leið og afborgun húsnæðislána er við það að sliga launþega, og verðlag Krónunnar á lífsnauðsynjum eins og mat rýkur upp, líkt og um eyðslu í hreina vitleysu og munað væri að ræða, gerir þessi velferðarstjórn bara nákvæmlega ekki neitt af viti.
Ég og Lappi (sem nú er orðinn óþarfa lúxus, sé miðað við verð á hundafóðri) mættum marga laugardaga á Austurvöll, en til hvers??
Ekki til þess að helmingurinn af þáverandi ríkisstjórn sitji áfram.
Ekki til þess að Samfylkingin láti Ísland, en ekki vandamál þess, hverfa inni í ESB.
Ekki til þess að Fjármálaeftirlitið elti uppi blaðamenn sem segja þjóðinni sannleikann.
Ekki til þess að Vinstri-Græn veiti Fjárfestingarbönkum lán á fáránlega lágum vöxtum.
Ekki til þess að sjá eign í íbúðarhúsnæðinu fuðra upp í verðbólgubáli.
Ekki til þess að búa við stjórn sem telur mikilvægara að skipta sér af Goldfingergellum, en að koma þjóð sinni til bjargar.
Mér er nokk sama um það (nú taka femínistar andköf og ég fæ aldrei inngöngu í félagið), hvort léttklæddar meyjar hanga utan í súlum eður ei. Fáist einhver til þess og/eða hefur efni á því að horfa á þær í súlunuddi, er það alfarið vandamál viðkomandi.
Ég kýs að huga að vandamálum mínum og stórs hluta þjóðarinnar. Nokkur fúin sprek gagnast lítið í þrautargöngu heillar þjóðar yfir hyldýpisgjá. Í kjafti hvaða trölls lendum við á leiðinni yfir brúna? Verðbólgutröllinu sem át húsnæðið eða Vaxtatröllinu sem gleypti vinnuveitandann.
Hversu lengi þurfum við að bíða eftir að brúarsmíð núverandi stjórnar ljúki, verkið er ekki hafið enn
Þetta blogg er alfarið á ábyrgð mömmu, hún fékk síðuna mína lánaða, enda hef ég ekki hundsvit á pólitík kv. Lappi
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Athugasemdir
Thú vinur minn kaeri verdur ad gera thér grein fyrir ad Jóhanna og Steingrímur hafa ekki yfir ad ráda einhverjum töfrasprota.
Heldurdu virkilega ad Jóhanna geti sagt: SIMSALABIM og allt verdi samstundis HUNKY DORY?
Nei nei.....sú eydilegging af völdum spillingarflokksins og framsóknar er thví midur thad hrottaleg ad thad tekur thad allra allra besta og velviljada fólk ad ná árangri í uppbyggingunni lengri tíma en svo. Thví midur.
Skrifa med haegri (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.