1.5.2009 | 22:53
Frítíminn
Helgar og aðrir frídagar eru æði. Þá getum við verið úti að leika, spilað fótbolta, keyrt í Heiðmörkina eða Elliðaárdalinn. Farið í bíltúr og fengið ís, já eða farið í heimsóknir til ættingja og vina þar sem ómælt meðlæti er á boðstólum og ég get étið nánast það sem mig lystir. Ef ég mætti ráða, væri alltaf frí. En ég fæ bara svo sjaldan að ráða
Fríin okkar undanfarið hafa eiginlega ekki verið frí. Við erum nefnilega að breyta heima hjá okkur enn eina ferðina og ég er búin að fá nóg af framkvæmdagleðinni. Hér eru brotnir veggir, timbur rifið niður, málning skafin af tréverki og það pússað. Það er sem sagt allt á öðrum endanum
Ég er því ákaflega þakklátur fyrir hluthafann, Pálma. Líf mitt væri frekar fúlt þessa dagana væri ég einkahlutafélag Mömmu ehf. Pálmi sækir mig og fer með mig út að leika, baðar mig og snyrtir. Mamma og Haddi eru svo upptekin af endurbótum að ég væri sjálfsagt orðinn brúnn af ryki og sagi ef Pálmi hugsaði ekki svona vel um mig Þrátt fyrir frábæra umönnun Hluthafans, er ég orðinn dálítið pirraður. Hér heima er pússað og ryksugað í Sterio
Ég held að ég þurfi að komast í frí, ég hef fengi nóg af framkvæmdum heima. Kannski að Siggi, Gulli, Ævar, Maggi eða Beggý aumkvi sig yfir mig og bjóði mér heim til sín í endalaust át og dekur. Mér veitir ekki af því, ég þoli nefnilega ekki hávaðann í pússningavélum og ryksugum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú átt alla mína samúð Lappi minn. Skilaðu svo til mömmu þinnar að ég sakna þess að sjá hana ekki í Nethylnum. Sólarkveðja frá Selfossi. Erla B
Erla vinkona (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.