20.5.2009 | 22:09
Ryksugan
,,,,,,,,,,,,,,, er skaðræðistól. Frá því að ég heyrði í henni óhljóðin í fyrsta skiptið, hef ég grátið yfir hávaðanum og reynt að slökkva á henni. Það hefur stundum tekist hjá mér, en þá er bara kveikt á henni samstundis aftur. Ég hef ráðist á hana, hoppað ofan á henni, bitið á barkann, urrað og reynt að gera út af við hana, en án árangurs
Ryksugur eru líka hættulegar fólki
Mamma ákvað að ryksuga stofuna áðan, á meðan að kvöldmaturinn mallaði í ofninum. Hún ryksugaði með tilheyrandi hávaða og látum og gleymdi rörunum sem standa upp úr ganggólfinu. Hún gekk beint á þau og meiddi sig á vinstra færi. Hún bölvaði rörunum í hljóði, haltraði inn í eldhús og ákvað að kíkja á matinn í ofninum. En ofninn er bilaður, það rýkur sjóðheit gufa út úr litlu opi. En af því að mömmu var svo illt í fætinum eftir röra-áreksturinn, þá gleymdi hún réttu vinnuaðferðunum við bilaða bakaofninn og tókst að brenna sig á vinstri hendi
Svo nú er mamma bæði hölt og með brunasár, bara af því að hún ákvað að ryksuga. Ég ítreka því enn og aftur. Ryksugur eru skaðræðistól
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.