Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hundshaus

Ég var að hjálpa mömmu að taka til í geymslunni, þessu mjög svo spennandi svæði, fullu af kössum og dóti. Ég þurfti að troða trýninu ofan í fullt af kössum, vegna þess að mamma var að leita að einhverju. Og ég, sérlegur aðstoða"maður" mömmu, ætlaði að hjálpa henni við leitinaHalo

Þegar mér fór að leiðast leitin, fór ég að kanna geymsluna og innihald hennar upp á eigin spýtur. Og hvað haldið þið! Ég fann þessi líka fínu dekk, þau lágu á gólfinu inni í horni geymslunnar fyrir hunda og manna fótum. Ég ákvað því að merkja dekkin. En ég hafði rétt lyft vinstri afturlöpp þegar mamma rak upp skaðræðisvein, hundskammaði mig og skipaði mér út úr geymslunniW00t

Ég, sem pissa sífellt á bíldekk þegar við mamma erum úti að viðra okkur, varð virkilega fúll. Ég setti upp hundshaus og leit ekki við mömmu þegar ég fór út úr geymslunniCrying 

En sem betur fer fyrir hana, gleymdi ég fýlukastinu þegar ég var kominn hálfa leiðina upp stigann.  Sneri við, og fór inn í geymslu til mömmu. Brosandi hringinn og með tunguna lafandi fór ég aftur að hjálpa mömmu. Tróð trýninu ofan í fullt af kössum þangað til að við fundum það sem við vorum að leita að;  Aðventu/Jóla dótiWizard


Sífelld tjáning

Ragna vinkona okkar mömmu kvartaði sáran undan þögn minni. Hún veit að ég hef frá mörgu að segja og mælir með því að ég tjái mig hiklaust. Ég geri það stöðugt. Syng hástöfum, röfla ámátlega, brosi hringinn, allt eftir því hvernig liggur á mér.W00tCryingSmile

Ég tóna hátt og innilega hvern sunnudag þegar kirkjuklukkurnar kveðja nágrennið til messu. Verandi næsti nágranni kirkjunnar, hef ég sitthvað til málanna að leggja og læt í mér heyra. Ef mér ofbýður alveg, hætti ég að syngja og leita skjóls hjá mömmu. Hún huggar litla sæta hugleysingjann. Já alla vega þegar hún er heima,, altsó þegar hún er ekki stödd í kirkjunni og ábyrg fyrir klukknaspilinuUndecided

Ég röflaði með látum í kreppuveislunni -kjötsúpuboðinu nýverið. Ég, sem lagði það á mig að standa eldhúsvaktina með mömmu og fylgjast mjög vel með því hvað ofan í pottinn fór, fékk ekki að vera númer eitt í veislunni. Mér var fylgt upp á stigapallinn og sagt að bíða þar þegar fyrstu gestina bar að garði. Mér var misboðið. Veinaði hástöfum á meðan gestirnir gæddu sér á matnum. Tók þó gleði mína á ný, þegar mamma sótti mig og leyfði mér háma í mig kjötsúpuna sem ég hafði eldað, með hennar hjálpShocking

Ég brosti hringinn þegar ég fór í sumarbústað um daginn. Helgardvöl, fyrir utan borgarmörkin fylgir frelsi. Ég naut tilverunnar, alls óbundinn, hnusaði af hríslum og merkti mér staði þar sem mér þóknaðist. Hefðum við mamma verið ein á ferð, hefði björgunarsveitin verið kölluð út til leitar í hvert sinn sem ég hætti mér lengra en einn metra frá bústað. En skynsemisröddin, hárfagri vinur okkar mömmu, slóst sem betur fer með í för. Hann fékk mömmu til þess að slappa af og slaka á taumnum. Ég fékk því að njóta mín í taumlausri gleðiWink

Brosti hringinn, helgina á endaSmile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband