Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hundahár

Það rann æði á mömmu. Hún elti mig uppi með kambinn í höndum, snemma í morgun. Það átti að kemba mér almennilega. Ég mátti gjöra svo vel að sitja, standa, snúa mér og leggjast á bakið. Þessi hárreyting tók laaaaaaaangan tíma og mér leiddist mjög mikið. Á milli þess að tala um hve duglegur ég væri, og roooooosalega fínn, röflaði mamma yfir hundahárum sem væru alls staðarBlush  Þau lægju m.a.s. í loftinu og laumuðu sér í matinn hennar. Meira röflið í þessari konu. Ég get þá bara étið matinn hennar líka, með hárum og ölluHalo

En mamma lét ekki staðar numið eftir hársnyrtinguna.. Þá dró hún fram ryksuguna, hryllingstækið sem mér er meinilla við. Æddi með hana herbergja á milli og ryksugaði allt sem á vegi hennar varð. Ég var að flippa í þessum hávaða. Grét, rak upp vein, æddi um með stress slefið lekandi niður munnvikin og reyndi að slökkva á ryksugunni. En mér tókst það ekki, var svo stressaður í látunum að ég hitti ekki rétta takkannCrying

Mér létti mikið, þegar mamma slökkti loks á ryksugunni. En ekki lengi. Hún bað mig um að koma til sín, ég hlýddi. Þá sagði hún mér að setjast niður, og ég hlýddi. Auðvitað, hélt að nú ætlaði mamma að kela við mig, ég hafði staðið mig svo vel í þrifunumSmile  En það hefði verið betra að hlýða ekki og hlaupa í burtu. Mamma kveikti nefnilega aftur á ryksugunni og fór að ryksuga mig Gasp  Henni voru greinilega engin takmörk sett í þessari hundahárahreinsun sinni. Ég grét sáran á meðan feldurinn var ryksugaður. Sat samt kyrr, enda best að mótmæla mömmu ekki, þegar svona æði rennur á hanaErrm

Ég fékk auðvitað verðlaun eftir þessa skelfilegu meðferð. Skárra væri það nú. En mér er ekki rótt. Pyntingartækið er enn á stofugólfinu og hreingerningaræðisglampinn er enn í augum mömmu. Vantar einhvern ryksugu,, já eða hund??Whistling


Karldýr

Ég, dekurdýr heimilisins, þoli ekki að vera afskiptur. Ég, karldýrið, á að vera númer eitt. Alltaf. Ég þoli ekki þegar mamma gleymir því eins og í kvöldAngry

Ingibjörg vinkona okkar mömmu kom í mat. Ég var nú bara ósköp stilltur á meðan að þær töluðu saman , elduðu matinn, töluðu svo enn meira saman og borðuðu matinn. Ég fékk líka smá verðlaun, spergilkál og sæta kartöflu. Mamma heldur nefnilega að ég sé grænmetisæta. En ég er bara alætaGrin

Þegar ég var búinn að spæna í mig kvöldskammtinn af þurrfóðri, Mamma og Ingibjörg voru sestar inn í stofu, taldi ég að nú væri minn tími kominn og athygli þeirra myndi beinast að mér. En það var nú öðru nær. Þær töluðu bara og hlógu, og augljóst var að hvorug þeirra ætlaði með mig út að ganga. Ég ákvað því að ná í dótið mitt, þær gætu þá bara leikið við mig úr því að það átti að sleppa hundaviðrunWoundering

Ég reyndi allt sem ég gat til þess að ná athygli þeirra en ekkert gekk. Ég þeyttist margar ferðir upp og niður stigann með dót í kjaftinum. Sótti sífellt eitthvað nýtt til þess að fá mömmu til þess að leika við mig. En mamma vildi bara tala við Ingibjörgu. Hún hafði engan áhuga á Voffa, dúkkunni, ýlunni, gula boltanum, Bíbí, eða veinandi kjúklingnum. Ingibjörg sagði mömmu að ég hegðaði mér eins og sannur karl, kæmi alltaf með nýtt dót til þess að reyna að fanga athyglina og skildi ekki; Nei við ætlum ekki að leikaShocking

Þá var ég nú orðinn pirraður og fór að naga Bíbí, gúmmífuglinn sem heyrist svo mikið í. Þegar ég bít í hann, heyrist skerandi tísthljóð, sem mér finnst skemmtilegt. Mamma og Ingibjörg voru ekki eins ánægðar í þessum hávaða. Mamma hefur svo sem heyrt þessi óhljóð áður, en Ingibjörg hélt fyrir eyrun og kvartaði undan heyrnarskerðingu. Svo mikil voru lætin. En þær tóku þó alla vega eftir mér. Athyglin beinist að mér, og umræðan snérist um migHalo Svo gleymdu þær mér aftur og fóru að tala um eitthvað annað. Þá fékk ég nóg af afskiptaleysinuDevil

Ég rölti í rólegheitum inn í eldhús, reis upp á afturlappirnar við eldhúsborðið og ákvað að fá mér eitthvað almennilegt að borða. En ég skil þetta bara ekki, ég var rétt byrjaður að gæða mér á kræsingunum þegar ég heyri mömmu kalla höstum rómi: "Hvað ertu að gera?" Blush

Mamma veit alltaf þegar ég geri eitthvað af mér. Ég drattaðist því inn í stofu með skottið á milli lappana. Ég tróð trýni mínu undir hendi mömmu, þá getur hún klórað mér á bak við eyrun um leið og ég sleiki á henni hina höndina og biðst afsökunar með fallegu brúnu augunum, ég kann jú ekki að tala. Um leið og mamma strýkur mér um kollinn, veit ég að mér er fyrirgefið. Hver getur líka staðist svona fallega afsökunarbeiðniHalo

Núna dæsir mamma yfir draslinu í stofunni. Dótið mitt liggur út um allt gólf og mamma þarf að taka til eftir mig. Ég get það nefnilega ekki sjálfur,, ég kann það ekki, ég er karldýrGrin

 

 

 


Frændur og frænkur

Ég var í afmælisveislu hjá Díönu frænku minni, hún er víst orðin unglingur. Ég skildi ekki alveg þetta blaður í mömmu um veisluhöld og aldur. Sat bara og hallaði undir flatt, reyndi að halda jafnvægi og einbeita mér að því að hlusta á hana á meðan hún var að taka sig til fyrir veisluna. Áhugi minn var samt takmarkaðurSleeping.  Rófan á mér var athyglisverðari þangað til ég heyrði orðin Díana, Bergur og MioW00t

Þá fór ég að æða um gólf og reka á eftir mömmu. Yes!!! Við vorum að fara hitta Mio og systkini hans. Mio! Eyrun sperrast um leið og ég heyri nafn hans. Litli frábæri frændi minn, hinn hundurinn í fjölskyldunni. Ég er alltaf jafn spenntur yfir að hitta hann, þótt hann sé hrekkjóttur. Hann veit t.d. alveg að ég þoli ekki þegar hann hoppar upp á mig og sleikir á mér andlitið. Samt gerir hann það alltaf, aftur og aftur. Bara til þess að pirra mig. Þegar hann er skammaður, sest hann niður með englasvip á andlitinu, og bræðir alla með fallegum augum. Situr svo stilltur í smá stund, en um leið og ég róast og er farinn að dilla rófunni og brosa hringinn, mætir litli púkinn samstundis aftur. Með tunguna lafandi og hoppar upp á mig eins og vitleysingurTounge

Þrátt fyrir þetta vesen í Mio, er ég alltaf yfir mig ánægður með að hitta hann. Okkur finnst svo gaman að fara saman út. Keppumst um að ná boltanum á hundafótboltaæfingum og þá sjaldan að ég vinn kapphlaupið og næ boltanum, hleypur litla krílið á eftir mér, alveg brjálaður, og reynir að taka af mér boltannShocking

Viðrun með Mio er líka frábær. Við göngum kannski ekki langa vegalengd, en gangan tekur samt langan tíma. Ef annar okkar þefar upp blett sem nauðsynlegt er að pissa á, þarf hinn að pissa á sama blettinn líka. Við skemmtum okkur konunglega, það reynir hins vegar á þolrif þeirra sem fara út með okkurWink

Í dag voru það Rut og Kristín María sem voru svo góðar að fara út með okkur Mio. Mamma og Sigga Litla fóru með, svo að við myndum ekki draga þessar litlu frænkur okkar eitthvað út í buskann. Þetta er einmitt það frábæra við veislurnar. Við Mio þurfum ekki að væla og skæla og draga neinn nauðugan út úr húsi. Við erum svo æðislegir að litlu frænkurnar vilja ólmar fara með okkur út að ganga, hvernig sem viðrar, jafnvel þótt þær séu í sparifötumHeartHeart


Hundaveður

Það eru víst takmörk á því, hvað ég get dregið hana mömmu út í. Ég röflaði og vældi um leið og hún kom heim, mig langaði út, hún þverneitaði. Sagði að það væri ekki hundi út sigandi GetLost

Til að sefa samviskubitið yfir viðrunarleysi gaf mamma mér bariecurif. Ég hætti samstundis að kvarta, þakkaði mömmu fyrir og kyssti hana, snéri mér svo að rifjaáti. NammiNammiNamm. Allur matur er æði, ég sætti mig við flest ef matur er í boðiKissingHeart


Smalahundur

Jíhaaa!!!!!  Þessi dagur var æðislegurGrin  Mamma fór með mig í sveitina, hún vildi sjá hvernig ég plummaði mig innan um kindur, ég er jú af smalahundakyniWink

Ég gat vart hamið hrifningu mína af sveitinni og jarmandi rollunum. Gekk uppréttur á móti Ævari móðurbróður mínum þegar hann kallaði á mig og bauð mér að koma með sér að smala. Og þá hófst sko vinnanHappy   Ég elti óþekktargemsana uppi með Ævari. Sat svo sem fastast og starði stíft á flökkukindurnar. Þær áttu ekki að þvælast aftur út fyrir girðinguna, undir vökulu auðnarráði mínu. Þessi smölun var svo skemmtileg að ég fór stundum framúr sjálfum mér. Ákefðin var svo mikil að það þurfti stundum að hasta á mig og skipa mér að hemja mig. Ég átti nefnilega ekki að sjá um það einn að koma kindunum í fjárhúsið. Það voru víst fleiri en ég að smala þarna í dagGetLost

Þegar kindurnar voru komnar í fjárhúsið, fórum við inn í íbúðarhúsið til þess að hvíla okkur. En hvað haldið þið!!   Ævar, Ragga, Úlla, Pési, Hrafnhildur, Mamma og allir hinir fóru inn í íbúðina, en ég átti að bíða frammi í forstofunni. Hvílíkt óréttlæti. Ég, borgarhundurinn, var ekki sáttur og grét sáran í forstofunni. Þegar það hafði engin áhrif, gelti ég, í von um að mamma hlýddi og hleypti mér inn. Það gekk ekki heldur, það var bara hastað á mig í gegnum lokaðar dyrnarCrying Þá fékk ég alveg nóg. Opnaði dyrnar sjálfur og rölti inn í eldhús. Ég get sko alveg bjargað mérWhistling Ég er líka svo klár.  Formlega orðinn smalahundur, þrátt fyrir að hafa séð kindur í fyrsta skiptið í dagJoyful

 


Tímaleysi

Það er svo mikið að gera hjá mömmu núna að vart er tími til að sinna mér. Viðrun er í lágmarki og fótboltaleikir,,, hvað er það nú eiginlega????Woundering Ég verð örugglega búinn að gleyma hvað ég á að gera við boltann, næst þegar mamma hefur tíma í hundfótboltaGetLost

Ég klessi mér því í fang hennar þegar færi gefst á. Hún kvartar yfir að erfitt sé að sitja með 25kg loðdýr í kjöltunni við tölvuna. Hún sjái nánast ekkert á skjáinn og innsláttarhraðinn sé lítill og villur margar. Já eða vidlllllllurrrrrrrr, magrarrrrrrrrrrLoL

En ég er sá eini sem býðst til þess að setjast í fang hennar við tölvuinnsláttinn, naga á henni eyrnasneplana (hún er nú reyndar dauðhrædd um að ég gleypi eyrnalokk) og slá hana svo öðru hvoru vinalega á vangann, með rófunni. Þrátt fyrir mótbárur af hennar hálfu (veikburða mótbárur), er hún athygli minni og vinahótum þakklát. Ég veit það - ég þekki hana, skelli mér því óhikað í kjöltuna og fæ hana til þess að beina athygli sinni að einhverju frábæru,,, altsó mérHeart Halo Heart


Hluthafa-afmæli

Hluthafinn átti afmæli í gær og að sjálfsögðu mætti ég í veisluna. Ég átti víst að gera mér að góðu nestið sem mamma hafði meðferðis, hundabeinin. Ég reif þau auðvitað í mig, á methraða, því að mig langaði líka í veislufönginFootinMouth

Í upphafi veislunnar kom Gulli, pabbi hluthafans, heim úr veiðiferð með stóran, spikfeitan lax. Ég elti Gulla og laxinn, gekk sko uppréttur alla leið að eldhúsvaskinum þar sem ég settist niður og beið spenntur eftir að fá að borða fiskinn. Sat svo bara og sat, horfði á Gulla skera fiskinn og snyrta, henda roði, innyflum, beinum og haus í ruslið, en ég fékk engin verðlaun. Ég var alveg forviða. Ég sem hafði sýnt hundakúnstir, gengið uppréttur, verið maður. Ósanngjarnt. Mig sem langaði bara til þess að fá að smakka á fisknum. Lyktin af honum var svo hriiiiiiiiiiikalega spennandi. Þá reyndi ég hjálparhelluhlutverkið, ætlaði að tæma ruslið fyrir Gulla svo að hann þyrfti ekki að skokka með pokann niður stigann og alla leið út að tunnunni. En ég mátti það ekki heldur. Ég hef sagt það áður, þetta er harður heimurDevil

Þrátt fyrir fiskleysi í afmælinu, var veislan æði. Ég hitti fullt af fólki og svo fékk ég líka mannamat.  Smakk af Pepperonipizzu og afmælisköku sem Ingibjörg bakaði, algjört æði (bæði kakan og Ingibjörg. Fallegu augun mín, kossar mínir og knús virkuðu alveg í þessari afmælisveisluHalo   

Ég færði hluthafanum, Pálma, merki í afmælisgjöf. Hann þvælist nefnilega út um allt alveg ómerktur. En nú er hægt að koma honum til skila, ef hann villist. Hann er kominn með þetta líka fína merki um hálsinn, sem á er letrað: Þessi maður er eign hundsins LappaGrin


Mengun

Mamma var að vinna í dag, á laugardegi. Hún segir að ég sé svo skynsamur, að ég kunni skil á vinnudögum og helgum, og vildi ekki skilja mig eftir einan heima í búrinu. Því bauð hún mér að koma með í vinnuna. Ég þáði boðið samstundis. Reyndar þigg ég öll hennar boð um leið. Setningar sem byrja á "Eigum við að; eru æðislegar. Sumar þeirra enda á "spila fótbolta", fara í heimsókn til Gulla og Siggu", hitta Mio" .  "Viltu koma með mömmu" setningar eru líka æðislegar,,,, í bílinn", til ömmu", í vinnuna". Ég heyri einungis upphaf þeirra og hleyp í átt að útidyrunum. Mamma heldur því reyndar fram að ég viti nákvæmlega hvað standi til, hvert við séum að faraTounge

Ég hlýt að hafa staðið mig hrikalega vel í vinnunni í dag, alla vega á miðað við verðlaunin. Ég fékk; fullt af hundabeinum, hundagrillpinna, fyllt svína-eitthvað fyrir hunda, pepperoni-smakk fyrir hunda, harðfisk og flatköku.  Kannski fékk ég eitthvað fleira þegar mamma sá ekki til. Hún bannaði Erni að gefa mér súkkulaði, og Ragna mátti ekki fóðra mig á svínakjöti með sósu, rauðkáli, kartöflum, gulum baunum og hrásalati. Samt er mér illt í maganumSickSick

Mamma ætlar að sitja úti í kvöld, vafin inn í flísteppi og kveikja upp í útiarninum. Hún þarf þá ekki að ganga um með gasgrímuBandit 

Ég get þá óhindrað rjátlað um í litla garðinum okkar og losað mig við (ó) loftið án athugasemdaBlushWhistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband