Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
30.6.2009 | 17:02
Heija Norge!
Getið þið ekki fengið þessa ljótu hunda að láni?
Ég vil nefnilega ekki að hann Mio frændi minn flytji til ykkar. Mamma vill heldur ekki lána Norðmönnum Mio, mömmu hans, pabba og systkini. Hún er viss um að ekki verði um skammtímalán að ræða. Litla Rut frænka okkar vill að þau flytji aftur heim eftir viku
En það er víst ekki alltaf hægt að fá allt sem maður (hundur) vill segir mamma. Við verðum að sætta okkur við að Mio og fjölskylda fari úr landi tímabundið. Ég og Mio litli frændi minn, kvöddumst með stæl
Ljótustu hundar í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 18:35
Sumarið
er loksins komið segir mamma. Ég er ekkert yfir mig spenntur, mér er allt of heitt. Við höfum verið úti á palli í allan dag, mamma að pússa við og bera á hann, ég hef lítið hjálpað, hef bara verið að leita mér að skuggsælum stað til að liggja á
Ég, sem er mikið fyrir útivist, hef fengið nóg af hitanum úti í bili. Ég ætla að vera inni og liggja þar eins og klessa
24.6.2009 | 01:32
Ég get sýnt klærnar. . . .
. . . . bara ekki allar
Ég braut nefnilega kló á framloppu þegar ég fór út í fótbolta með Pálma hluthafa og Ingibjörgu. Það blæddi mikið úr sárinu og klóin dinglaði laflaus
Þegar mamma kom heim úr vinnunni í kvöld, var lausa klóin horfin. Mamma er alveg viss um að ég hafi étið hana
17.6.2009 | 20:33
Hæ hó jibbý jei og jibbý jei
Það er kominn Sautjándi Júní
Ég hef verið að æfa mig í rifjaáti og bæti tímann stöðugt. Mamma segir að ég hljómi eins og grjótmulningsvél við átið. Það tekur mig bara 9 sekúndur að hakka í mig svínarif Jíhaaaa !!
Ég fékk líka blöðru í dag, en það er bannað að borða hana.
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.7.2009 kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 17:49
Einhver þarf að þrífa upp skítinn
Ég þurfti að þrífa gangstéttina við innganginn hjá ömmu. Köttur hafði verið að þvælast þar þegar ég var ekki á kattarvakt og skitið stéttina út. Ég þreif að sjálfsögðu upp eftir köttinn. Það er nefnilega bannað að skíta á stéttina hjá ömmu
Mamma varð frekar pirruð, dró mig úr átveislunni og sagði að ég ætti ekki að éta allt það sem á vegi mínum yrði
Ég skil ekki af hverju hún var að æsa sig, ég var bara að þrífa. Ég hafði enga hugmynd um það, að ég mætti ekki éta skít