Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Óvenjulega fólkið

Ólíkt þessum fjármálaráðherra er ég greinilega úti á þekju, ég stóð nefnilega í þeirri trú að ég og flestir í kringum mig værum venjulegt fólk. Mér skjátlaðist. Við erum óvenjulegt fólk sem fjárfesti í íbúðarhúsnæði og fjármagnaði það að hluta til með lánum.

 

Blokkaríbúð fyrir daga fasteignabólunnar:

31.12.2005  Staða láns 9.290.685,    Fasteignamat 14.011.000. Hrein eign 4.720.315

31.12.2010  Staða láns 13.117.115   Fasteignamat 14.200.000. Hrein eign 1.082.885

helv

En hann mikið á hann nú gott þessi blessaði íbúðareigandi, því hin góða ríkisstjórn kemur til bjargar og lagar stöðuna í vaxtabótakerfinu. Því fær hann 72.912 kr. í vaxtabætur og 78.703 kr. með sérstakri vaxtaniðurgreiðslu. Samtals 151.615 kr. Íbúðareigandinn vill þó frekar fá leiðréttingu á láninu, en aurana. Þvílíkt vanþakklæti! En greyið, hann er jú í hópi hinna óvenjulegu.

Ætli Steingrímur, Jóhanna og ríkisstjórnin vilji einvörðungu byggja þetta land með venjulega fólkinu. Venjulega fólkið, hvaða fólk er það? Er það fólkið sem fær afskrifað, fólkið sem fékk inneign sína í bönkunum að fullu bætta, fólkið sem fær fjármagn og nýjar kennitölur til þess að keyra í þrot? Því margir í hópi hinna óvenjulegu sem áttu ekki bankainnistæðu, bara hreina eign í steypu, eru að gefast upp. Þetta óvenjulega fólk mun flytja úr landi eða hefur þegar flutt, í von um betra og mannsæmandi líf.

faninn

 Þvílík framtíðarsýn!

Baráttukveðjur til allra hinna óvenjulegu,  Hundamamman

 

Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á samfélagi og stjórnmálum Wink  Kveðja Lappi


mbl.is „Ekki hjá venjulegu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband