3.7.2008 | 21:40
ADL
Á hverjum degi vakna ég og vek mömmu, misjafnlega snemma
Á hverjum degi bíð ég með slefið lekandi úr kjaftinum eftir MAT, alltaf jafn mikið slef
Á hverjum degi fer ég út í garð og losa úrgang, ótrúlegt hvað getur komið frá ekki stærri búk
Á hverjum degi vakta ég ferðir nágrannakatta, þeir eru óþolandi og voga sér stundum í minn garð
Á hverjum degi verð ég að viðra mig, annars fer ég bara í fýlu og læt sambýlisfólkið finna fyrir því
Á hverjum degi þarf ég að bíða, og bíða og bíða. Eftir mömmu. Biðin hjá mér hefst þegar mamma fer í viðrunargallann. Þá fer ég að ganga um gólf, ýta á eftir mömmu og væla líkt og ég hafi aldrei áður komist út fyrir hússins dyr. Vælið og vesenið getur stundum pirrað mömmu, en það pirrar mig ALLTAF jafn mikið hversu oft hún þarf að huga að maskara, lyklum, síma, veski og glossi áður en við förum út. Ætli hún geri sér grein fyrir hversu langur tími fer í þennan útiveruundirbúning hennar. Get svo svarið það, ég gæti gengið af göflunum, meira vesenið á þessari konu. Svo leyfir hún sér stundum að röfla yfir óþreyjuvælinu í mér
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.