Slagsmálahundur

Stór, feitur, loðinn köttur gerði sig heimakominn á pallinum mínum í dag. Hreiðraði um sig inni í horni á skjólveggnum, þannig að mamma tók ekkert eftir honum þegar ég sótti hana, og lét vita að ég þyrfti að komast út. Hún krækti taumnum í ólina og hleypti mér út. Þá varð fjandinn lausDevil

Ég gelti strax hástöfum að kettinum til þess að losa okkur við kvikindið. En kattarófétið lallaðaði bara í rólegheitum út á enda skjólveggjarins og settist þar niður. Ég tapaði mér alveg. Urraði og gelti og hljóp um alveg snaróður, en ekkert gerðist. Kisan haggaðist ekki. Það var bara mamma sem tók við sér, skipaði mér að koma inn og hætta þessum látum, alveg tafarlaust. Núna strax. Á stundinni. En ég lét æsinginn í mömmu sem vind um eyru þjóta. Ég, þrjóskuhundurinn, ætlaði ekki að tapa þessum yfirráðasvæðis-slag. Ég lagði því til atlögu. Ætlaði að stökkva upp á vegginn og ná kettinum þar. En ég gleymdi að reikna með hálkunni á pallinum. Rann í tilhlaupinu, og slengdist utan í útiarininn og skjólvegginnWhistling

Þá missti mamma sig alveg og hélt að ég væri stórslasaður. Reyndi að draga mig nauðugan inn í hús, en ég gaf mig ekki. Hélt áfram að gelta, urra og atast eins og vitlaus væri, þrátt fyrir litlar undirtektir kattarins. Þá var mömmu alveg nóg boðið, hún var þess orðin fullviss að ég myndi skaðast illilega í þessum hamagang og ákvað að lokka mig inn í hús. Hún sótti mat, kom með hann í dyragættina og sagði blíðlega "Nei sko Lappi,,, sjáðu,, hvað á mamma"? Kissing

Slagsmálahundurinn vék fyrir Átvaglinu og ég hentist inn. Lifrapylsa og kartöflumús voru í boðiHeart Ég get bara slegist við þennan kött einhvern tímann seinnaWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Fór allt í hund og kött hjá þér voffi.

Best að sýna kisa, hver ræður, alveg sammála þér.

Hafðu það sem best, Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 25.10.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband