11.8.2009 | 15:47
Ég vissi það!!
Ég fagna fyrsta sætinu og flagga
Ég skil fullt af orðum, t.d. borða, svangur, matur, nammi og ís
En mamma er nokkuð viss um að ég kunni ekki að reikna, þrátt fyrir skynsemina. Svo hef ég fánalögin ekki alveg á hreinu heldur
Mamma var ekkert sátt við hvernig ég fór með fánann. Fyrir mér er fáninn bara dót, eitthvað til þess að rífa niður með beittum tönnum. En Mamma gat ekki horft upp á fánaátið aðgerðarlaus og tók hann frá mér röflandi og steinhissa á framferði mínu
" Lappi, svona fer maður ekki með frelsistáknið, íslenska fánann"
Ég er nú bara hundur og fæ mér þá eitthvað annað til þess að japla á. Kannski leyfir mamma mér að rífa bláan fána með gulum stjörnum í tætlur
Jafn greindir og 2 ára börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.