Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Slagsmálahundur

Stór, feitur, loðinn köttur gerði sig heimakominn á pallinum mínum í dag. Hreiðraði um sig inni í horni á skjólveggnum, þannig að mamma tók ekkert eftir honum þegar ég sótti hana, og lét vita að ég þyrfti að komast út. Hún krækti taumnum í ólina og hleypti mér út. Þá varð fjandinn lausDevil

Ég gelti strax hástöfum að kettinum til þess að losa okkur við kvikindið. En kattarófétið lallaðaði bara í rólegheitum út á enda skjólveggjarins og settist þar niður. Ég tapaði mér alveg. Urraði og gelti og hljóp um alveg snaróður, en ekkert gerðist. Kisan haggaðist ekki. Það var bara mamma sem tók við sér, skipaði mér að koma inn og hætta þessum látum, alveg tafarlaust. Núna strax. Á stundinni. En ég lét æsinginn í mömmu sem vind um eyru þjóta. Ég, þrjóskuhundurinn, ætlaði ekki að tapa þessum yfirráðasvæðis-slag. Ég lagði því til atlögu. Ætlaði að stökkva upp á vegginn og ná kettinum þar. En ég gleymdi að reikna með hálkunni á pallinum. Rann í tilhlaupinu, og slengdist utan í útiarininn og skjólvegginnWhistling

Þá missti mamma sig alveg og hélt að ég væri stórslasaður. Reyndi að draga mig nauðugan inn í hús, en ég gaf mig ekki. Hélt áfram að gelta, urra og atast eins og vitlaus væri, þrátt fyrir litlar undirtektir kattarins. Þá var mömmu alveg nóg boðið, hún var þess orðin fullviss að ég myndi skaðast illilega í þessum hamagang og ákvað að lokka mig inn í hús. Hún sótti mat, kom með hann í dyragættina og sagði blíðlega "Nei sko Lappi,,, sjáðu,, hvað á mamma"? Kissing

Slagsmálahundurinn vék fyrir Átvaglinu og ég hentist inn. Lifrapylsa og kartöflumús voru í boðiHeart Ég get bara slegist við þennan kött einhvern tímann seinnaWink


Ég mótmæli

Ég fékk mig fullsaddan af einveru. Mamma hefur verið mikið að heiman og lengi í einu. Þegar hún loks skilaði sér heim, sinnti hún bara mínum brýnustu nauðsynjum, altsó matnum og úrgangslosun. Enginn tími var fyrir leiki og viðrun, ja nema rétt svona til málamynda. Ég reyndi ítrekað að vekja athygli á mér. Náði í allt dótið mitt og bókstaflega henti því fang hennar. Það skilaði litlu, hún fór bara að taka til. Ég vældi og togaði í hana þegar hún hékk í símanum, en það breytti engu. Mamma röflaði bara yfir frekjunni í mér. Ég skildi bara ekkert í þessu ömurlega hlutskipti mínuShocking

Hingað til hef ég verið nafli alheimsins, alla vega heima hjá mér og nánustu ættingjum. Ég greip því til örþrifaráða og hóf mótmæli. Þau voru þögul, en illþefjandi;

-Ég kúkaði á gólfið heima hjá Hluthafanum

-Ég pissaði inni í búrinu mínu.

-Ég kúkaði á pulluna mína niðri í stofu.

Ég kvaldist svo sem og kveinaði hástöfum eftir hverja mótmælaaðgerð mína, en lét mig samt hafa það. Neikvæð athygli var betri en enginBlush

Og mótmæli mín skiluðu árangri. Mamma áttaði sig loks á því að ég væri ekki alveg sáttur. En í stað þess að panta tíma hjá hundasálfræðingi fyrir mig, fór mamma með mig út að hlaupa og leika. Og það var alveg nóg fyrir mig, ég bið nefnilega ekki um mikið. Smá athygli daglega, mat og viðrun, knús og kel. Sé þeim þörfum sinnt er ég sáttur og losa úrganginn úti, ekki inni í húsumHalo


Sláturtíð

Ég lenti í átveislu um helgina. Sigga frænka bauð mér í heimsókn ásamt hinum krökkunum í fjölskyldunni. Ég fékk fullt af kartöfluflögum og bland í poka, það var jú nammidagur og mamma ekki á svæðinu til þess að skipta sér af matarÆði mínuWink

En þegar kom að kvöldmatnum, hefði ég getað tapað mér. Ég fékk nefnilega sama mat og hinir. Slátur. Sum frændsystkina minna kunnu ekki að meta matinn, en ég er sko ekki matvandur. Ég gleypti í mig blóðmör, lifrarpylsu, kartöflumús og rófustöppu. Fékk mér reyndar vambir líka, en ég var einn um að hakka þær í migGrin

Fjölskyldunni fór að blöskra stanslaust átið og ég var dreginn nauðugur út úr eldhúsinu. En ég gat bara ekki hamið mig. Ég vissi af nokkrum vömbum sem lent höfðu í ruslafötunniBandit

Þegar eldhúsið var orðið mannlaust, læddist ég inn aftur, veiddi vambirnar upp úr ruslafötunni og át þær með bestu lyst.  Algjör óþarfi að láta slíkt góðgæti fara til spillisWhistlingWhistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband