Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hundasund

Mamma ákvað að breyta til og fara með mig í Öskjuhlíðina/Nauthólsvík í dag. Kannski af því að ég hamaðist eins og vitleysingur á sláttuorfinu, svo það var ekki vinnandi vegur að klára brekkusláttinn með mig til aðstoðar. Þessi Öskjuhlíðargönguferð er ein af betri hugmyndum sem slegið hafa niður í kollinn á henni í langan tímaWink

Þegar við vorum komin út í Nauthólsvík, ákvað mamma að fara út af göngustígnum og rölta með mig niður að fjöru. Leyfa mér að leika mér svolítið utan alfaraleiðar. Ég hljóp eins og vitleysingur út um allt, og hnusaði af af hverju grjóti, hverju sandkorni sem á vegi mínum varð. Hrikalega spennandi í nokkrar mínútur, en þá sá ég fugla, mjög spennandi leikföng á sundi í Víkinni. Ég skellti mér því upp á grasbarð rétt ofan við fjöruborðið, tók svo flugið og stakk mér til sunds á eftir fuglunum. Mamma flippaðiW00tW00t

Hún stóð veinandi í fjörunni, dauðhrædd um að ég myndi drukkna. Þessi læti í henni voru svo sem skiljanleg, mér hefur aldrei dottið til hugar að koma nálægt vatni eftir að ég flutti til hennar. Hún vissi ekki að ég er syndur að eðlisfari. Henni varð bara hugsað til endalausra láta og vesens þegar á að baða mig. Ég fæst ekki til þess að fara í bað, nema í vernduðu umhverfi, altsó ég læt mig hafa það að fara í Hundabað Löðurs ef næg verðlaun eru í boði fyrir dugnaðinnHalo

Auðvitað varð þetta Nauthólsvíkursund mitt frekar stutt. Það var ekki hægt að njóta stundarinnar með mömmu hálfgrátandi á bakkanum, skipandi mér að koma upp úr sjónum STRAX. Ég hunskaðist því í land aftur. Ekkert skömmustulegur, bara þvílíkt ánægður með sjálfan mig, brosandi út að eyrumWhistlingWhistling

Mamma er ekkert sérstaklega ánægð með mig núna þegar við erum komin heim. Kvartar um að það sé vond lykt af mér. Vond lykt!! Ég sem var að koma úr baðiWoundering  Svo er feldurinn ekki lengur svartur og hvítur, hann er víst svartur og móbrúnn af drullu segir hún og talar um að við þurfum að fara í Löður. Hundabað!Shocking Hvað er hún að röfla um það núna. Ég baðaði mig einn og óstuddur áðan úti í NauthólsvíkGrin


Útivera

JíhaaaaaaaHappy  Veðrið undanfarna daga hefur verið æðislegt, því verið mjög auðvelt að draga mömmu út úr húsi.  Ja, ég ætti kannski að segja að erfitt sé að ná henni í hús.  Við viðrum okkur oft á dag, göngur, hundafótbolti og heimsóknir.  Svo má víst ekki gleyma því sem mér finnst ekkert sértaklega spennandi eða skemmtilegt að gera, en það er að liggja í sólbaði úti í garði. Ég held að ég taki ekki annan lit en þann sem ég hef. En ég læt mig svo sem hafa það, þegar ekkert betra býðstFootinMouth

Vonandi verður ekki lát á veðurblíðunni. Ég fékk nefnilega alveg nóg af kuldakaflanum áður en voraði. Þá var stundum erfitt að fá mömmu með sér í Elliðarádalinn í frosti og roki. Af hverju veit ég ekki. Kannski hún hafi ekki þolað fjólubláa litinn í andlitinu, já eða þá að málningin, sem tekur svo hrikalega langan tíma að setja á sig áður en farið er út, hafi fokið af henni Wink 

 


VAKNA!!

Ég má ekki vakna klukkan sex, ekki klukkan fimm og þaðan af síður klukkan fjögur eins og ég gerði í morgun. Mamma er óhress með þennan fótaferðatíma og vitnar sífellt í einhverja klukku sem ég veit ekkert um. Svo heldur hún því fram að það sé ennþá nótt, um leið og hún vitnar í klukkuna sem sífellt breytist. Woundering

Nótt!! GetLostGetLost

Það var þá. Það er bjart úti og þá er kominn dagur og það þýðir sko ekkert að plata mig og reka mig inn í búr. ÞAÐ ER KOMINN DAGUR, FRAMÚR MEÐ ÞIG MAMMA, sólin er m.a.s. mætt á svæðið. Þá á ekki að sóa tímanum inni í búri eða upp í rúmi. Nei .Þá á maður að drífa sig að borða og svo beint út að leika. Af einhverjum ástæðum er mamma ekki sammála, skil það bara alls ekki.Undecided


Móðursjúkur

Mamma skildi mig eftir í heila viku hjá bræðrum mínum. Ég fékk svo sem nóg að borða, tæplega mánaðarskammt á einni viku. Mjög gott,,,, "ég er ennþá svangur" svipurinn dugði vel. Hreyfing mín og útivera var í sögulegu lágmarki, enda Pálmi frændi minn og fótboltafélagi ekki heima til að aðstoða nema helming tímans. Ekki alveg nógu gott,,, því mér finnst svo hriiiiiiiiiiiikalega gaman að vera úti, sérstaklega í fótbolta. Ég hafði það því bara hálfskíttWink

Nú er mamma loksins komin heim aftur og ég er að passa upp á að hún yfirgefi mig ekki aftur á næstunni. Ég sef því á gólfinu inni hjá henni, hún kemst ekki fram úr án þess að stíga á mig, ég fer sko ekki inn í búr. WinkSleeping

Ég passa upp á að hún komist heilu á höldnu út af baðherberginu aftur, lifi af sturtuferðir, fari sér ekki að voða við að fara út með ruslið, geti sett uppþvottavélina af stað og komi tauinu í þvottavélina, svo fátt eitt sé talið. Ég er límdur við mömmu, ég er að passa hana Police

Ég hálf ligg ofan á henni í sólbaðinu úti á palli og hún kvartar bara sárlega yfir hundahárunum sem klessast við hana. Skil ekki þetta röfl, hún getur burstað mín hár af sér, veit ekki betur en að hún þurfi að fjarlægja sín eigin hár af með vaxi. Ég hef líka verið önnum kafinn við að fjarlægja sólarvörnina af mömmu. Held mig þó bara við andlitið, annars verður hún alveg brjáluð. Halo

Ég hef setið við hlið hennar í sólbaðinu og troðið trýninu að andlitinu. Ég hef laumast meðfram sólbekknum að andliti hennar. Ég hef skriðið undir sólbekkinn, mjög hljóðlega og plantað trýninu við andlitið. Hún fattar samt alltaf alveg um leið að húðhreinsun sé hafin. Ég skil þetta ekki, augun eru lokuð og hún virðist sofa. Verð greinilega að pæla meira í þessari andlitshreinsunaraðferð minniBandit


Klár

Ég er svo klár, ég er svo klár, ég er svo hrikalega klárCool Bara að láta ykkur vita af því, hafi það óvart farið framhjá ykkur. Ég kann að opna dyrnar á skrifstofu mömmu. Stend upp við dyrnar, ýti húninum niður með framloppu, og bingó. Ég er frjáls. Wizard

Ég ætti nú að eiga hrós skilið fyrir þessa stórkostlegu uppgötvun mína. En nei, það er bara röflað yfir veseninu á mér. Ég á nefnilega að kyrr inni á skrifstofunni. Núna þarf ég því að velja milli tveggja kosta. Annað hvort að sýna snilli mína og svala forvitninni um lífið fyrir utan skrifstofudyrnar, eða þá að vera stilltur og fá verðlaun fyrir vikið. Matarást mín hefur yfirleitt vinninginn InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband