Duglegur strákur - góður strákur

Það hefur verið hljótt um mig undanfarið. Mamma og bræður mínir hafa verið líka verið eitthvað öðru vísi en þau eiga að sér að vera. Lítill tími hefur verið fyrir mig og bloggið. En ég ákvað bara að vera góður. Vældi ekki og vesenaðist lítið þótt gleymdist að viðra mig. Kyssti bræður mína og kjassaði við hvert tækifæri, við misjafnar undirtektir. Svo hefur seltan í andliti mömmu verið býsna mikil. Ég hef því eytt löngum stundum í fangi hennar, hnusað af kinnum og reynt að ná seltunni af. Mamma er líka sífellt að hrósa mér. "Ástin mín, mikið ertu góður við mömmu" "Æ krúttið mitt, þú ert búinn að vera svo lengi einn heima og kvartar ekkert, duglegur strákur" KissingKissing

Þegar ég heyri þessi orð, "duglegur og góður" þá á ég að fá verðlaun. Það lærði ég um leið og ég flutti hingað. Svo við förum ekkert að breyta því núna. Þó heimilisfólkið sé eitthvað undarlegt og ég mjög upptekin af því að vera góður við þau, þá sperrast eyrun um leið og ég heyri þessi frábæru orð; "duglegur, góður". Ég hætti samstundis að kela og hugga og skokka inní eldhús að nammiskápnum. Sit þar skælbrosandi, rófan sópar eldhúsgólfið á meðan ég bíð spenntur eftir verðlaunum. Láti þau á sér standa, klóra ég í hurðina á hundanammiskápnum. Væli kannski pínulítið, ef verðlaunaveitendur eru óþarflega lengi á leiðinniHalo


Fjöldasöngur

Mamma sussar á mig. Hún raular með Sálinni og ég spangóla HÁSTÖFUM. Af hverju má ég ekki láta í mér heyra? Hún ætti bara að setja sig í mín spor og heyra hvernig hún hljómar í mínum eyrum. Ég verð bara að fá að tjá mig líka....Whistling

Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér, svo ég segi það hreint alveg eins og er.  Og ég hugsa alla daga til þín heitt, alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt

Það er varla nokkur heppnari en ég, þessi tilfinning er ævintýraleg.   Ég er undir þínum áhrifum í dag, og verð áfram,enginn vafi er um það

Þú hefur löngu sigrað mig. Takamarkalaust ég trúi á þig.  Mitt allt er þitt og verður ókomin ár

Þetta syngja mamma og Sálin, til mín að sjálfsögðu. Ég er nefnilega æðislegur, flottur og laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaang bestur.  AAAUUUUUHHHHHHHGrin             


Hundakúnstir

Mamma uppgötvaði við skoðun vinnupóstsins um daginn, að ég hlyti að hafa dulda hæfileika. Bara af því að hún sá einhvern "mini-me" brillera á youtube.

Hver sendi henni þennan skelfilega póst? Ég vildi gjarnan ræða málin við sökudólginn Police  Nóg er nú búið að þjálfa mig í "skemmtilegum" leikjum og skipunum. Nú þarf ég örugglega að læra og sýna fleiri hundakúnstir.

Ég er að hugsa um að flytja að heiman.  Jaaa - kannski ekki lengi, en alla vega þangað til að mamma gleymir þessari hryllingsmynd. Vill einhver aumka sig yfir mig? Mér verður ekki vært hérna heima Crying

(sjá slóð, við kunnum ekki að birta video beint á blogginu)

 http://youtube.com/watch?v=AyJZCxZ-dIw


Spennandi ættingjar

Ingibjörg frænka mín á fugla. Þetta eru mjög spennandi, gargandi kríli sem halda til í búri uppi í herberginu hennar. En mér gengur illa að ná til þeirra. Hurðinni að að herberginu er lokað um leið og ég mæti á svæðið. Og mig sem langar svo svakalega til þess að heilsa upp á þessa agnarsmáu ættingja mína. Hljóðin í þeim eru svo heillandi.

Ég hef því nokkrum sinnum reynt, (og mun að öllu óbreyttu halda því áfram), að liggja á gólfinu með trýnið nánast neglt við dyrnar að "hundar bannaðir" svæðinu. Ég hlýt að sleppa inn fyrir dyrnar einhvern tímann. Er ekki annars sagt að þolinmæðin þrautir vinni allar?

Það er samt alger óþarfi að vantreysta mér fyrirfram, kannski kem ég á óvart og verð bara "A góður" við litlu krúttlegur hávaðabelgina. Krafsa bara smá í þá með loppunni. Halo

Getum við ekki bara látið á það reyna elsku Ingibjörg?? Eða þarf ég hanga lengi hérna við dyrnar að fjársjóðnum??Sleeping


Mannaveiðar

Þá sjaldan að ég fæ að ganga laus, þegar við mamma viðrum okkur, kemur fyrir að ég missi mig smá. Sveittir karlmenn á hlaupum eru mjög spennandi. Og margir saman í hóp! Jíhaaaa!!!! Ég gæti hreinlega tapað mér. Ég elti stundum álitlega hlaupara, en fæ litlar þakkir fyrir. Mamma hundskammar mig bara þegar ég loks skila mér til baka, já eða þegar hún nær mér. Ég skil nú ekki hvað hún er að nöldra, hún á engan kall og nennir ekki að hlaupa á eftir þeim.

Ekki eru viðbrögðin betri þegar ég finn frábæra karla snemma á morgnana um helgar. Það er auðveldara að ná þeim en hlaupurunum. Þeir eru kannski reikulir í spori og smá rykugir, en hvað með það? Mér finnst bjórlykt svo roooooosalega góð, ég gæti hreinlega límt mig utan á þá

Ég kýs svitann og bjórinn. En ef mamma vill einhvern annan kall en þann sem angar af svita og bjór, verður hún sjálf að að elta hann uppi. Ég dregst ekki að þeim sem anga af rakspíra, hnerra bara þegar ég kemst í tæri við rakspíra og ilmvötn. Ég er ábyggilega með ofnæmi.Whistling


Sameignarfélag

Ég er sameignarfélag. Slíkt form hlýtur að komast aftur í tísku. Núna þegar útrás og Group detta upp fyrir. Mamma á mig á því leikur enginn vafi. Þrátt fyrir að hún hafi ekki séð um að koma mér í heiminn, þá ættleiddi hún mig.

Um leið og ég flutti til hennar, fór Pálmi frændi minn að venja komur sínar mun oftar heim til okkar, slíkt er aðdráttarafl mitt. Hann fer út með mér hvernig sem viðrar og vælir ekki undan hagléli á stærð við tennisbolta. Hann er líka mun betri mótherji í fótboltanum en mamma, Hún er nefnilega einstaklega góð í sparka boltanum, ja ég veit eiginlega ekki hvert, og hitta aldrei í markið, sem gerir mér dálítið erfitt fyrir í vörninni.

Mig langaði því gefa frænda mínum, fótboltafélaganum, gjöf. En hvað get ég svo sem gefið annað en ástúð mín. Ég er jú hundur, fæ ekki vasapening og því alltaf skítblankur. Eftir miklar vangaveltur og löng samtöl við mömmu þá fæddist þessi hugmynd. Ég gæti gefið Pálma hlutdeild í mér, orðið sameign hans og mömmu.

Það gerist varla betra, að gefa öðrum hluta af sjálfum sér, eða gefa sig jafnvel allan. Heart


Fórnarlambið

Man oh Man! Mikið á ég bágt. Tími útigrills er runninn upp, aftur. Nágranninn heldur að það sé komið sumar og kveikir næstum daglega á gasgrillinu. Ég er að ganga af göflunum hinum megin við skjólvegginn, stend spenntur í afturfætur og fylgist vel með eldamennskunni...Munnvatnið flæðir í frjálsu falli úr kjaftinum niður á pallinn. En mamma vill ekki að granninn fóðri mig, hann hlýðir. Angry

Svo bauð Gulli frændi okkur mömmu í mat. Hann grillaði lamb ofan í mannfólkið, en bauð mér upp á þurrfóður fyrir hunda. Ég er sárlega móðgaður. Skilur hann Gulli ekki, eftir okkar löngu og góðu kynni, að mig langar líka í grillað lamb!!ShockingShocking

Ég prófaði að setjast við fætur hans og horfa á hann aðdáunaraugum lengi, lengi. Sem er nú frekar erfitt, hann nær næstum 2metra upp í loftið. Svo prófaði ég að standa upp við hann, kyssa hann og kjassa um leið og ég nýtti tækifærið og sleikti grillsvuntuna, en hann gaf sig ekki. Tók bara lærið af grillinu og fór með inní hús. Hvað á þessi framkoma eiginlega að þýða? Ég er búinn að hanga hér í einn og hálfan tíma og grilla með þér minn kæri frændi. Hvar eru verðlaunin?? Woundering

Ég elti lærið inn í borðstofu. Þar fór ég í fórnarlambshlutverkið. Lagðist stynjandi við borðstofuborðið og horfði ásakandi augum á alla matargestina. Mikið er þetta harður heimur! Hvað er þetta eiginlega með ykkur, af hverju gefið þið ykkur ekki,, sjáið þið ekki fallegu bænaraugu fórnarlambsins?

Ég gefst þó ekki upp, því á endanum fæ ég mínu framgengt. Ég veit það, það gerist alltaf í matarboðum. Einhver missir eitthvað alveg óvart einhvers staðar. Ég mæti þá samstundis og sé um að hreinsa uppHalo


Hasar heimafyrir

Mamma og bróðir minn voru að skiptast á skoðunum , þvílík læti. Ég hef búið með henni í rúmt ár og aldrei orðið vitni að öðru eins. Þótt ég ég mikið gefinn fyrir hasar og læti, þá var þetta fullmikið af því góða. Ég læddist varlega af vígstöðvunum, fór upp í herbergið mitt og faldi mig inni í búri. Enda vissi ég ekkert hvað gekk á, ég gerði ekki neitt af mér. En það var öruggara að láta sig hverfa, það næstum rauk af henni mömmu.

Mikið lifandis skelfingar varð ég feginn þegar hún kom upp til mín og ég sá að æsingurinn var yfirstaðinn. Rófan sveiflaðist líkt og pendúll þegar hún brosti og talaði blíðlega til mín. Hjúkk! Ég olli ekki þessu bræðikasti. En hvað skyldi bróðir minn eiginlega hafa gert af sér? Það hlýtur að hafa verið eitthvað hræðilegt. Hmmm,,, ég veit. Hann hefur flaðrað upp um einhvern og velt viðkomandi um koll, já eða þá að hann hefur kúkað í garðinn hennar Hrafnhildar Woundering


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband