Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
30.4.2011 | 23:11
Gleðilegt Sumar!
Gleðilegt sumar bloggheimur allur og veraldarvefur.
Mamma hefur verið að nota bloggið mitt undanfarið en nú er tímabært að ég láti ljós mitt skína í stíl við sólina sem einhvern tímann ætlar að láta sjá sig.
Mamma kvartar yfir veðrinu og vill fá sólina og lofthitann upp á við. Ég kann hins vegar miklu betur við mig í snjónum, þótt það sé komið sumar.
kv. Lappi
29.10.2010 | 17:17
Reiknimeistarar ríkisins
Ég er farin að halda að það eina sem þessi stjórn reikni út, eða láti reikna út fyrir sig kunni hún það ekki, er hversu mikið safnist í eftirlaunasjóðinn hverja viku sem þau sitja límd við stólana, í óþökk meirihluta þjóðarinnar og þykjast vera að gera eitthvað fyrir heimilin.
Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Kveðja Lappi
Niðurstaðan gerbreytir allri umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2010 | 16:20
Bæturnar
Þessi velferðarstjórn er algjör brandari. Þau hækkuðu vaxta- og barnabætur á síðasta skattári, á þessu ári skulu þær skerðast. Ætli það hafi ekki bara verið inni í myndinni allan tímann, að ná því á næsta ári sem greitt er á þessu.
Hafi öldruðum og öryrkjum tekist að nurla saman í sparnað, er þeim refsað.
Jóhanna og Steingrímur eru bestu vinir bankahólfanna.
Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Kveðja Lappi
Allar greiðslur frá Tryggingastofnun tekjutengdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2010 | 18:27
Múrarnir
Í Þýskalandi reistu kommúnistar Berlínarmúrinn - Í Moskvu reistu kommúnistar Kremlarmúrinn
Á Íslandi er Alþingishúsið víggirt með áli. Hér er greinilega hrein vinstri stjórn.
Sjáumst á Austurvelli í kvöld - kveðja Hundamamman
Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum. Ég mæti á mótmælin í kvöld, með mömmu. Kveðja Lappi
Girðing um Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2010 | 18:04
ESB og "BÍP"...
Mamma, anti-ESB, fær ekki bloggið mitt lánað í dag. Hún getur bara haldið áfram að ganga um gólf, reyta hár sitt og tauta í sífellu; "ESB bákninu er ekkert óviðkomandi, nú getur íslenska "wannabe" ESB-stjórnin fundið sér nýtt viðfangsefni og þarf þá ekki að einbeita sér að stöðu íslenskra heimila"
Annað sem hún hefur látið út úr sér um þessa frétt og "Bíp-leikföng" er ekki prenthæft. Þetta er bloggið mitt og aldri lesenda engin takmörk sett.
kv. Lappi
Görótt kynlífsleikföng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2010 | 15:40
Steingrímur hótar,,,, hefur lært vel í S-amstarfinu
Eru þetta brýnustu málin, forgangsröðunin hjá Steingrími?
- "Fjármálaráðuneytið hefur gefið út handbók undir yfirskriftinni Kynjuð fjárlagagerð " Þetta hljómar fekar eins og Spaugstofuhandrit en aðkallandi verkefni ríkisstjórnar í landi þar sem fjölmörg heimili eru á leiðinni á hliðina.
- "Skattlagning afskrifta er hluti aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag" Er þetta innslag í Skaupið? Almenningur verður látinn greiða skatt af leiðréttingu á höfuðstóli húsnæðislána. Ríkisstjórnin gæti þá notað það illa fengna fé í ESB aðildarumsóknina
Ef Steingrímur Joð heldur áfram "að vinna sínum málum brautargengi" verður útkoman þessi:
Vondur D-listi er skárri valkostur, hótanirnar hafa ekki áhrif lengur.
Já, ég vil frekar fá Sjálfstæðisflokkinn aftur
Hundamamman
Ég lánaði mömmu bloggið mitt. Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð hennar og endurspeglar ekki á neinn hátt álit mitt á stjórnmálum Kveðja Lappi
Kippi mér ekki upp við kannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 22:58
Jólakortamyndatakan
Ég er fyrirsæta
Mamma er nefnilega að gera jólakortin núna (alltaf er hún jafn tímanleg í kortagerðinni) og á jólakortinu þarf að vera hin fullkomna mynd. Ég var einn heima með henni og myndavélinni
Og hver er svo mynd ársins:
Þessi er flott Fórnarlambshlutverkið fer mér vel
Við höfum ekki ákveðið hvaða mynd fer á jólakortið. Það eru jú enn 6 dagar til jóla og óþarfi að stressa sig um of. Ég veit að ættingjar mínir og vinir verða glaðir um páskana þegar bréfberinn færir þeim jólakveðjuna
6.11.2009 | 21:09
Ég fæ ekki að vera veiðihundur!
Ævar frændi minn vill endilega fá mig með sér og Garpi á veiðar, en Mamma leyfir það ekki. Hún segir þetta sport stórhættulegt, skyttur týnast, verða fyrir voðaskoti, já og brotna. Ég skil ekki þetta röfl og mótbárur Mömmu, ég vil fara með Ævari þegar hann segir "ÚT VEIÐA"
En Mömmu minni verður ekki haggað "veiðar eru hættulegar Lappi og þú ferð ekki neitt, það gæti einhver skotið þig" Ég verð víst að hlýða, hanga heima og skipta mér af framkvæmdunum á meðan Ævar og Garpur elta fugla
 
Rjúpnaskytta fótbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2009 | 17:10
Bráðum!!!!!
Sko, mamma sagði í hádeginu: Garpur kemur bráðum. Ég náði þessu alveg; Garpur kemur, en ég skil ekki þetta bráðum
Ég hef því vælt og stunið, og átt alveg ótrúlega bágt alveg frá hádegi. Ég hleyp hæða á milli, ligg vælandi á forstofugólfinu eða uppi í glugganum á herberginu mínu. Garpur kemur, ég veit það en það má alveg sleppa þessu "bráðum"
24.10.2009 | 20:41
Hundar og Kettir
Lítill kettlingur er fluttur heim til Hrafnhildar nágranna míns og vinkonu. Þessi óvelkomni íbúi lætur fara vel um sig í gluggakistunni og þykist ekki taka eftir mér og geðvonskulegu urrinu
Mamma getur tuðað út í eitt. Þessi litli kettlingur er ekki sætur, og hann verður ekki vinur minn
Ég hætti ekki þessu geðvonskulega urri úti á palli fyrr en hann flytur!