Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til hamingju elsku hluthafi

Ég skellti mér líka í sund og setti met, en bara óvartW00t

Ég ætlaði nefnilega að stökka yfir skurð í Fossvogsdalnum áðan, en það tókst ekki alveg, ég lenti á maganum ofan í miðjum skurðinum. Og eins og það væri ekki nógu neyðarlegt (ég setti upp "það sá þetta enginn" svipinn), þá tók það mig margar tilraunir að skríða aftur upp úr mýrardrullunniWhistlingWhistling

Ég hef aldrei orðið svona drullugur á ævinni, hef slegið met í að skíta mig út. Allur feldurinn er útataður í rauðum mýrardrulluklessum, og svo er kjafturinn líka fullur af drulluBlush

Mamma er að fara að neyða mig í sturtu núna og segir að ég sé ekki húsum hæfur, skítugur og illa lyktandi. Ég ætti því að vera orðinn hreinn, strokinn og vellyktandi næst þegar við hittumst, þ.e.a.s. ef mömmu tekst að draga mig í sturtuna Tounge

 Pálmi Guðlaugsson sundmaður bætti eigið Íslandsmet í 100 m...


mbl.is Pálmi bætti eigið met á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hundasund

palmi_sund  
Ég er stoltur af hluthafanum InLove

mbl.is Fjórir íslenskir keppendur í úrslitum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr vöndu að ráða

Mamma er að taka til í kjallaranum og þar er hellingur af spennandi dóti. Ég hef eignast nýjan bangsa, búinn að rífa hann á hol, og mín bíða fleiri loðdýr niðri. Ég þarf bara næði til þess að ná þeim Bandit

En mamma er líka að baka, svo að ég þarf nauðsynlega að vera á eldhúsvaktinni. Lyktin af rúgbrauðinu í ofninum er svo lokkandiInLove

Ég veit bara ekkert hvar ég á að vera, ég get ekki valið. Ég er því á sífelldu spani milli geymslunnar og eldhússins. Ég er að verða dálítið þreyttur á þessum hlaupum upp og niður stigann, og dotta því stöku sinnum fyrir framan bakaraofninn, þegar ég tek eldhúsvaktinaSleeping

En ég veit að þessi hlaup mín eiga eftir að borga sig. Ég finn örugglega fleiri bangsa í kjallaranum. Og svo er það alveg á hreinu að ég fæ líka rúgbrauð, loksins þegar það verður tekið úr ofninumHappy


Ég biðst afsökunar

fludir 004Ingibjörg og Pálmi voru ekki ánægð með mig þegar þau fylgdu mér heim af síðustu fótboltaæfinguW00t

Ég hitti tík á heimleiðinni, sem ég þurfti aðeins að hnusa af. Ég varð samstundis hrifinn og ákvað að gera eitthvað í málunum. Ég varð að merkja hanaInLove

Fótboltafélagar mínir afsökuðu hegðun mína og voru alveg miður sín. En þar sem óþekktarkúlur mínar hafa verið fjarlægðar, þá vissi ég bara ekki hvernig ég ætti að láta hrifningu mína í ljós. Ég pissaði því bara á tíkina WhistlingWhistling

 


Íslenskt! Já takk!

Mamma er ákaflega hlynnt þessu slagorði, kaupir íslenskt sem aldrei fyrr þessa dagana. Hún mun því örugglega kaupa íslenskan hundamat fyrir mig Grin 

Nammi NammInLove Nammi Namm InLove

Ég er nefnilega dýr á fóðrum. Frekar dýr og þungur á fóðrum, núna kostar maturinn minn tæpar þúsund krónur hvert kíló. Mamma heldur að hún sé að gera það eina rétta í hundafóðrun með kaupum á þessum óheyrilega dýra þurrmat. En Haddi bendir stöðugt (og réttilega) á að mér sé nákvæmlega sama hvað ég fæ að borða. Ég borða nánast allt. Ég geri líka nánast allt fyrir matWhistling

Ja nema dansa, en það hefur áður komið fram. Hundar eins og ég dansa ekki fyrir hundanammi Pinch

ps Af hverju er mynd af svona litlum hundi við fréttina? Vitið þið hvað heyrist hátt í svona litlum trítlum? Ég þarf iðulega að forða mér með hraði þegar ég mæti svona smáhundumAngry  


mbl.is Íslenskur hundamatur brátt á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundur í kreppu

Við mamma höfum oft hitt áhugavert fólk og hunda í daglegri viðrun okkar. Stundum höfum við stoppað og spjallað, mamma hefur þá séð um að tala, ég hnusa bara.

Dag einn hittum við mamma svo mann, já eða bara kaggl, eins og Díana frænka mín myndi segja. Og þessi kaggl er alveg frábær. Mömmu líkaði strax vel við hann, ég var alveg sáttur líka, hann nennti nefnilega að tala við mig. Og svo leist honum svo vel á mig að hann er enn að hitta okkur mömmu.

mamma og eg

Nú er kagglinn að verða sambýlingur okkar mömmu. Ég er svo sem sáttur, en bara upp að vissu marki. Ég hef lengi átt hana mömmu aleinn og verið miðpunkturinn. Núna er hann sífellt að kyssa mömmu mína og knúsa hana. En hann getur bara alveg sleppt því. Ég vil nefnilega eiga hana mömmu mína einn. Ég get alveg kysst hana og knúsað aleinnWink

Ég er samt mjög ánægður með þennan kaggl og vil eiga hann. Hann nennir út í göngu, hann er betri í fótbolta en mamma, hann kann að grilla lambalæri og svo er hann góður geitungabani. Ég knúsa hann og kyssi í hvert sinn sem hann gengur inn um dyrnar. En þá kemur mamma og heimtar að fá að faðma hann líka. Ég þoli það ekki. Hann má kyssa mig, hún má kyssa mig. Þau mega ekki faðmast án þess að hafa mig á milliShocking

Reyni þau að kyssast, mæti ég á svæðið. Liggi þau í faðmlögum í sófanum við sjónvarpsgláp, treð ég mér á milli. Ætli þau að borða saman við kertaljós, trufla ég í sífellu svo rómantíkin fari ekki úr böndunum. Ég vil eiga þennan mann, ég vil eiga hana mömmu, saman geta þau átt mig. En þau mega bara alls ekki gleyma mér og eiga hvort annað. Ég þoli það ekki. Ég er afbrýðissamurCryingCrying

 

 


Ég vissi það!!

 

Ég fagna fyrsta sætinu og flaggaHappy

 

flaggad 001 

Ég skil fullt af orðum, t.d. borða, svangur, matur, nammi og ísWink

En mamma er nokkuð viss um að ég kunni ekki að reikna, þrátt fyrir skynsemina. Svo hef ég fánalögin ekki alveg á hreinu heldur

flaggad 002II

Mamma var ekkert sátt við hvernig ég fór með fánann. Fyrir mér er fáninn bara dót, eitthvað til þess að rífa niður með beittum tönnum. En Mamma gat ekki horft upp á fánaátið aðgerðarlaus og tók hann frá mér röflandi og steinhissa á framferði mínu

" Lappi, svona fer maður ekki með frelsistáknið, íslenska fánann" W00t

Ég er nú bara hundur og fæ mér þá eitthvað annað til þess að japla á. Kannski leyfir mamma mér að rífa bláan fána með gulum stjörnum í tætlur Whistling

 

 

 


mbl.is Jafn greindir og 2 ára börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunar - menn og konur !!

Til hamingju með mánudaginn Wizard

Þótt ég geri mér ekki grein fyrir því að þið eigið að eiga frí, er mamma með á nótunum.  Hún veit að hún þrifist ekki án ykkar Wink

Þið sem starfið í "hundanammibúðunum" eigið kannski frí. Ég hef komið inn í nokkrar slíkar búðir og tapa mér alltaf í gleðinni yfir kræsingum. Ég get aldrei haldið mig á mottunni, jafnvel þótt ein slík sé staðsett við dyrnar Whistling 

nyjarmyndir

Ég fæ alltaf nóg að éta, þökk sé ykkurInLove


Hundasund í Dalnum

Ég fór á sundnámskeið

Hluthafinn, margfaldur meistari í sundi, sá um kennsluna.

sumar 021  sumar 014

 

Nú er ég ekki hundurinn Lappi

sumar 015  sumar 027  sumar 026

Ég er Lappi höfrungur Tounge


Heija Norge!

Getið þið ekki fengið þessa ljótu hunda að láni? Wink

 

mio og eg 

Ég vil nefnilega ekki að hann Mio frændi minn flytji til ykkar. Mamma vill heldur ekki lána Norðmönnum Mio, mömmu hans, pabba og systkini. Hún er viss um að ekki verði um skammtímalán að ræða. Litla Rut frænka okkar vill að þau flytji aftur heim eftir viku Woundering

 

med Rutmed Rut aftur

 

En það er víst ekki alltaf hægt að fá allt sem maður (hundur) vill segir mamma. Við verðum að sætta okkur við að Mio og fjölskylda fari úr landi tímabundið. Ég og Mio litli frændi minn, kvöddumst með stæl

 bod 017 hluthafinn og eg  mio vill fa athygli

 

 


mbl.is Ljótustu hundar í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband